Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 65
BUNAÐARRIT
59
19,40 o. s. frv. Kaup kvenfólks er alls kr. 560,00 (kaupa-
kona kr. 180,00, húsfr. kr. 380,00). Þar af ber mat-
reiðsla kr. 145,00, húsgögn kr. 25,00 o. s. frv.
Neðst á formið til vinstri eru vinnulaun allra vinnu-
flokka talin saman hjá sérhverri búgrein og samtals.
Sést þá á einum stað sá hluti vinnulauna, sem hver bú-
Qrein á að bera, t. d. fasteign kr. 21,00, verkfæri kr.
10 00 o. s. frv. Þessar tölur eru svo færðar inn í dag-
bókina, sem tekið hjá búgreinunum en goldið hjá við-
skiptareikningi (kaup verkafólks), eigandareikningi (kaup
fjölskyldunnar) og hestareikningi (vinna hesta,sjá dagbók).
Verð hestavinnu er ekki hægt að færa í formið fyr
en við áramót, eftir að hrossareikningur hefir verið gerð-
ur upp. I dagbókinni sést það, að halli hans, þ. e. verð
hestavinnunnar (notkunarhross) er kr. 324,80, en neðri
hluti ársyfirlits vinnuskýrslu sýnir að hestar hafa alls
unnið 1624 kl.st. yfir árið. 324,80 : 1624 = kr. 0,20
verður þá verðið á hverri kl.st. Kl.st.-fjöldi hjá hverri
búgrein er svo margfaldaður með þeirri tölu og fæst þá
verð hestavinnu, t. d. hjá fasteign hafa hestar unnið 40
kl.st., hjá verkfærum 20 kl.st. alls o. s. frv. Þetta gerir
hlutfallslega kr. 8,00 og kr. 4,00, er skrifast í þverlínu
efri hlutans og færist.svo niður í yfirlitið »vinnulaun
alls«.
Neðri hluti formsins sýnir vinnuna í kl.st. og er hann
notaður til niðurjöfnunar á fæðiskostnaði. Skal nú sýnt,
hvernig það er gert:
Fæðisdagar eru taldir saman hjá hverjum vinnuflokki.
Þeir eru alls 760 hjá karlmönnum, 450 hjá kvenfólki og
365 hjá liðléttingi. Nú eru þessar tölur ósamnefndar.
Karimannafæðið er. ávalt talið dýrara en fæði kvenna
°S barna. Það verður því að breyta fæðisdögunum í
ákveðna einingu lil þess að auðvelt sé að reikna út fæð-
iskostnaðinn og er þá venjulega valinn karlmannafæðis-
dagur.
Vmsar hlutfallstölur eru notaðar þegar gerður er sam-