Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 66
60
BÚNAÖARRIT
anburður á fæði karla, kvenna og barna. Eftirfarandi
tölur eru notaðar í dönskum búreikningum:
Karlmenn yfir 15 ára = 1
Kvenmenn — 15 — = 0,8
Dörn 12—15 — = 0,8
— 8—12 — = 0,6
— 4- 8 — = 0,5
— undir 4 — =0,4
Tölunum hér að framan er þá breytt þannig:
Fæðisdagar karlmanna 760 = 760
kvenfólks 450 X 0,8 = 360
----unglings (12 —15 ára) 365 X. 0,8 = 292
Alls karlm.fæðisd. 1412
Þar af ber búið 1218, en eigandi 194 karlm.fæðisd.
Nú er gáð í matreiðslureikning og sýnir hann að
fæðiskostnaður hefir alls orðið kr. 2625,42.
2625,42 : 1412 = c. kr. 1,86 á karlmannafæðisdág.
Þar af ber búíð 1218 Xl,86 = kr. 2264,78, en eigandi
194 X 1,86 = kr. 360,64. En auk þess ber hann fæði,
sem samfara er þeirri vinnu, sem hann hefir tekið á
móti samkv. vinnuskýrslu.
Út frá karlmannafæðisdeginum á kr. 1,86 mætti nú
reikna út verð á dagsfæði kvenfólks og barna (1,86 X
0,8 = 1,49) margfalda með því fæðisdagafjöldann hjá
hverjum flokki (430 hjá kvenf. o. s. frv.) og skipta þeirri
upphæð niður á búgreinarnar í hlutfalli við kl.st.-fjölda.
Þessu fylgir mikill útreikningur og hefi ég því valið aðra
leið auðveldari.
Klukkustundum, sem unnar hafa verið hjá hverri bú-
grein og alls, er nú breytt í karlmannafæðisklukkustundir
eftir nákvæmlega sama hlutfalli og notað var við fæðis-
dagana. Er þetta skrifað neðst í formið og hefir yfir-
skriftina: »KarlmannafæðiskI.st.«, en fyrir framan er
dálkur fyrir vinnuflokkana.
Kl.st. karlmanna færast óbreyttar, 200 hjá fasteign,