Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 72
BÚNAÐARRIT
(»6
matur, hey o. fl. hæzta. í Danmörku var fyrir nokkrum
árum notaður þessi rentufótur í búreikningum:
Fyrir fasteign .... 4—5 °/o
— búfé og verkfæri . 6 —
— forða............... 8 —
í dagbókinni eru rentur af innstæðum færðar sem
tekið hjá búgreinunum, en þær upphæðir samanlagðar
sem goldið hjá eiganda, í búreikningunum hér að aftan
alls kr. 1276,25. Þar uppi koma svo útborgaðar rentur
af lánsfé, hér til kaupfélagsins kr. 220,00, til sparisjóðs
kr. 350,00, til Gríms Jónssonar kr. 30,00 og til Söfn-
unarsjóðs kr. 216 00, samtals kr. 816,00. Mismunurinn
kr. 1276,25 816,00 = 460,25 eru þaer rentur, sem
eigandinn sjálfur fær fyrir fé sitt í búinu og færist sú
upphæð honum til tekna á lokareikningi.
2. Leiga. Þess er áður getið, að þægilegra sé í bú-
reikningsfærslu að hafa sérstakan reikning fyrir verk-
færi, fasteign og húsgögn. Kostnaður við þessa liði bús-
ins er oft talsverður, en tekjurnar af þeim venjulega
litlar eða engar, öðruvísi en í gegnum hinar búgrein-
arnar. Þessum kostnaði (aðallega viðhald, rentur og
opinber gjöld) ásamt mismun á eignum í ársbyrjun og
árslok er svo jafnað niður á aðrar búgreinar í hlutfalli
við þau not. sem hver þeirra hefir af þeim. Þessi niður-
jöfnun er vandasöm. Er þá til- bóta, að hafa eignina
mikið aðgreinda á efnahagsyfirlitinu, gera sér að nokkru
ljóst um tilkostnað við helztu eignaliðina og jafna því
svo niður. Þetta er að vísu mikið verk, að framkvæma
niðurjöfnunina í svo mörgu lagi, en á þann hátt ætti
hún að geta orðið nákvæmari, enda ætti þess ekki að
vera þörf á hverju ári, því að hlutfallsleg niðurjöfnun
yrði oft lík frá ári til árs.
Við skipting leigunnar má oft taka tillit til gangverðs
á leigu. Slægjulán, hagaganga o. þ. u. 1. hefir víða gang-
verð, og þótt ekki sé það notað beinlínis má oft hafa
það til hliðsjónar.