Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 75
BÚNAÐARRIT
69
því að lún og engjareikningar eru þá enn óuppgerðir
o. s. frv. Það er því oft nauðsynlegt, einkum fyrstu ár-
in, sem búreikningar eru haldnir, að framkvæma bráða-
birgðauppgjör eftirfarandi reikninga: fasteignar- verk-
færa- húsgagna- matreiðslu- og hesta. V/ið það fæst
mjög nærri hinni réttu útkomu, sem er svo notað við
fullnaðaruppgjörið. Nú skal vikið nokkuð nánar að upp-
gjöri einstakra reikninga og fyrst teknir þeir 5, sem
hér að ofan eru nefndir.
a. Fasteignarreikningur. í dálkinum »tekið« er
samtals kr. 10415,96 í dálkinum »goldið« að eins ein
upphæð kr. 9486,96. Mismunur 10415,96 -*- 9486,96 =
kr. 929,00. Það er hreinn kostnaður við fasteign, sem
skiptist á búgreinarnar svo sem formið sýnir. Áætlað er:
Leiga eftir verkfæri kr. 4,46, hestavinna kr. 8,00, fæði
kr. 44,00. Einnig mætti fasteign bera nokkra leigu af
húsgögnum, þótt ekki sé það hér.
b. Verkfærareikningur. Tekið kr. 990,78. Goldið
kr. 784,00 (eign í árslok). Mismunur kr. 206,78, sem
skiptist niður á búgreinarnar. Áætlað er: Hestavinna
kr. 4,00, fæði kr. 33,00. Einnig hefði mátt láta þennan
reikning bera nokkuð af húsgagnaleigu og jafnvel einnig
leigu eftir verkfæri.
c. Húsgagnareikningur. Tekið kr. 1582,20. Goldið
kr. 1310,00. Mismunur kr. 272,20, sem skiptist. Áætlað
er: Hestavinna kr. 2,00 og fæði kr. 85,80.
d. Matreiðsla. Tekið kr. 3487,92. Goldið kr. 862,50.
Mismunur kr. 2625,42. Það gerir rúml. kr. 0,23 á karl-
mannafæðiskl.st., svo sem sýnt er á bls. 61. Nú var
fæðið áætlað í reikningunum hér að ofan og þessum
(a—d) kr. 0,22 á karlmannafæðiskl.st., eða heldur lágt.
Munar það kr. 45,64 alls. Þessari upphæð er nú ekki
jafnað niður á þær búgreinar, sem eftir eru. Bezt væri
að gera upp að nýju með rúml. kr. 0,23 fæðisverði, en
það er ekki gert héf heldur er upphæðin færð sem tap
á matreiðslu—goldið, en lekið hjá eiganda. Aðrar áætl-