Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 76
70
BÚNÁÐARRIT
anir hafa verið svo nærri lagi að ekki þótti ástæða til
þess að breyta því.
e. Hrossareikningur. Tekið kr. 1094,56. Goldið
kr. 765,30. Mismunur kr. 329,26. Tímar samkv. vinnu-
skýrslu 1624. Verð vinnu því rúml. kr. 0,20 pr. kl.st.
Er það mjög nærri því, sem áætlað var — kr. 0,20 —
munar aðeins kr. 4,46, færist sem goldið hjá hesium,
tekið hjá eiganda. Heyið áætlað.
Ekki er það nauðsynlegt að gera reikningana upp í
þessari röð, en þessir reikningar þurfa að gerast upp fyrst.
f. Túnreikningur. Tekið kr. 1506,80. Goldið ekk-
ert. Mismunur verður kr. 1506,80, sem er framleiðslu-
verð töðu. Af töðu hafa heyjast ca. 123 m3 (ca. 250
hestar). Verð á hverjum m3 verður 1502,80: ca. 123
= kr. 12,22 (= kr. ca. 6,11 á töðuhest). Á hrossa-
reikningi var taðan áætluð kr. 12,28, því að túnreikn-
ingur hafði áður verið upp gerður, til þess að leita að
töðuverðinu og er það því mjög nærri hinu rétta. Er
því verði haldið hjá hinum búgreinunum1 *). Mismunurinn
alls kr. 4,00 færist >tekið« á túnreikn., goldið hjá eiganda.
g. Engjareikningur. Tekið kr. 934,70. Goldið ekk-
ert. Mismunur kr. 934,70, sem er framleiðslukostnaður
alls útheys. Magn þess hefir verið ca. 114 m3. Verð á
hverjum m3 934,70: 114 = kr. 8,20, en með því verði
var reiknað í reikningi hrossa. Engjareikningur hafði
einnig verið gerður upp til bráðabirgða.
h. Nýræktarreikningur. Tekið kr. 313,50. Goldið
kr. 173,00. Mismunur kr. 140,50. Er það sama upp-
hæðin, sem áætluð hefir verið og færð hjá fasteign sem
tekið. Sú upphæð legst við fasteignamatið, sjá efnahags-
yfirlitið og hækkar fasteignina í verði. Sú hækkun ætti ekki
að vera of há, þar sem jarðabótastyrkurinn er dreginn
frá, en þess utan lögð fyrning á fasteign, hér kr. 53,54.
Þá eru eftir hinar eiginlegu arðberandi búgreinar:
1) Réttara hefði þó verið að nota htö rétta verð fyrir sauðfé
og kýr.