Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 77
71
BÚNAÐARRIT
sauðfé, kýr og garðar. Á þeim veltur nú að síðustu af-
*koma búskaparins.
i. Sauðfjárreikningur. Tekið kr. 7188,62. Goldið
kr. 6301,20. Þar í meðtalið verðfall á sauðfé kr. 329,00,
sem einnig færist hjá eiganda (tekið). Mismunur kr.
•887,42, sem er hreint tap á sauðfénu og færist einnig,
sem tekið, hjá eiganda.
k. Kúareikningur. Tekið kr. 3346,20. Goldið kr.
3655,50. Mismunur kr. 309,30, sem er hreinn gróði og
færist einnig, sem goldið, hjá eiganda.
l. Garðræktarreikningur. Tekið kr. 281,60. Goldið
kr. 280,00. Mismunur kr. 1,20, sem er hreint tap á
garðrækt og færist einnig sem tekið hjá eiganda.
m. Sjóðreikningur. Tekið kr. 1950,85. Goldið kr.
1694,00. Mismunur kr. 256,85. Á sú upphæð að finnast
í sjóði (buddunni).
n. Viðskiptareikningur. Tekið kr. 16578,76 (þar í
skuldir við árslok kr. 13014,35). Goldið kr. 16578,76
(þar í útistandandi skuldir kr. 1162,76).
I stað þess að gera ofantalda reikninga þannig að
öllu leyti upp í dagbókinni mætti einnig draga þá sam-
. an og færa sérhvern þeirra inn í höfuðbók, en á
því er ekki þörf, og ekki er það hentugra að neinu leyti.
Reikningur eiganda er síðast gerður upp. Er
hann um leið reikningur ábata eða halla.
Þessi reikningur sýnir:
1. Eyðslufé bóndans sjálfs og fjölskyldu hans (þar í
fæði, laun o. fl.).
2. Leigu eftir hús, verkfæri og húsgögn.
3. Útborgaða vexti og reiknaða vexti af innstæðum
búgreina.
4. Vinnulaun fjölskyldunnar.
5. Mismun á reikningum einstakra búgreina, gróða
eða tap (sjá aðal-reikning bls, 81).
6. Eignamismun í ársbyrjun og við árslok.
Mismunur viðskiptadálka þessa reiknings sýnir tekju-