Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 78
72
BÚNAÐARRIT
halla séu gjaldaliðirnir hærri, en hreinan ágðða séu tekjulið-
irnir hærri. I reikningnum hér að aftan er tekjuhalli kr 581,39.
Eignahreyfingar. A3 síðustu er gerður reikningur
yfir eignahreyfingar. Þar er gjaldamegin skrifuð hrein
eign í ársbyrjun (hér kr. 9093,61), en tekjumegin hrein
eign í árslok (kr. 8183,22). Ennfremur uerðbreytingar á
eignum, verðfall skrifað tekjumegin, en verðlækkun gjalda-
megin (hér verðfall kr. 329,00). Og loks er á þennan
reikning færður tekjuhallí eða hreinn ágóði (hlutfalls-
lega tekju- og gjaldamegin (hér tekjuhalli kr. 5B1,30),
og á þá reikningurinn að sýna jöfnuð. Geri hann það
ekki eru villur í honum, sem þarf að leita að og finna.
Við uppgjör dagbókar er það mjög þýðingarmikið,
að fá ávallt út jöfnuð á reikningana og þegar fært er
frá einni bls. á aðra, ættu menn ávallt að leggja saman
alla tekjudálka og alla gjaldadálka, því að séu þær upphæðir
ekki jafnháar er rangt fært, og þá munu menn oft finna
villur, sem ekki hefðu komið í ljós við einfallt bókhald.
Um vinnuskýrsluna er svipað að segja. Hún þarf að teljast
saman þvers og langs(samtals dálkar) og sama útkoma að fást.
Búreikningarnir hér- að aftan eiga aðeins að skoð-
ast sem sýnishorn. Margar tölurnar eru aðeins settar af
handahófi og milli þeirra er því víða miður gott sam-
ræmi, en það ætti hér ekki að koma að sök, því að
markmiðið með þessu sýnishorni er aðeins það, að
sýna ganginn í færslu búreikningar í höfuðdráttum.
A það skal bent sérstaklega, að efnahagsyfirlitið er
hvergi nærri eins sundurliðað og margbreytt og það mundi
verða í reglulegum búreikningum. Dagbókin er og mjög
samandregin. Vfirlit gæfi hún betra, ef hún væri meira
sundurliðuð, bæri með sér meira af einstökum viðskiptum.
Að síðustu — það veri einskonar eftirmáli — get
ég ekki stillt mig um að taka hér orðréttan kafla um
búreikninga úr fyrirlestri eftir Torfa Bjarnason í Ólafs-
dal, er hann flutti skömmu áður en hann dó.