Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 92
BÚNAÐARRIT
Fóðurbirgðafélög.
Árið 1922 stofnuðu nokkrar sveitir fóðurbirgðafélög,
að áeggjun Búnaðarfélags íslands. Fengu þau samþykktir
sínar samþykktar af hlutaðeigandi sýslunefndum, og því
næst staðfestar af landsstjórninni. Hófu þessi fóðurbirgða-
félög að starfa haustið 1922. Að loknu fyrsta starfsárinu
sendu þau Búnaðarfélagi Islands afrit af skýrslum sínum,
eftir fyrirmyndum, sem Búnaðarfélagið hafði sent þeim.
Að fengnum skýrslunum, styrkti Búnaðarfélagið þau, og
nam sá styrkur 10 kr. fyrir hvern bónda, sem bjó einn
á jörð, en þar sem fleirbýli var, þá 10 kr. fyrir einn
bændanna eða annan, en 5 kr. fyrir hvern hinna bænd-
anna eða hinn (= 5 kr. fyrir hvert býli og 5 kr. fyrir
hvern félagsmann). Var þessi styrkveiting miðuð við þá-
verandi kostnað við eftirlitið í félögunum. Búnaðarfélagið
dró þó ekki úr styrknum, er kostnaðurinn við eftirlitið
minnkaði, vegna lækkandi vinnulauna. Það taldi fóður-
birgðafélögin svo nauðsynleg bændum, að það væri rétt-
mætt að styrkja þau svo ríflega, að einhver hluti styrks-
ins gengi af eftirlitskostnaðinum, og rynni sá afgangur
í tryggingarsjóði félaganna, sem óskiftileg eign þeirra.
Þá voru aðaltekjur tryggingarsjóðanna iðgjöld af búfé
félagsmanna. Varð þá að setja þau há, svo að fljótt
safnaðist handbært fé, til trygginganna, og einnig vegna
þess, að innlög félagsmanna í tiyggingarsjóð — iðgjöldin
— voru einkaeign þeirra, er lögðu þau inn, og skyldu
greiðast þeim, eða erfingjum þeirra, er þeir hyrfu úr
félaginu. — Fáar sveitir urðu til að stofna slík félög,
og voru viðbárurnar einkum þær, að bændur hefðu ekki
efni á að leggja svo mikla peninga til hliðar, á hverju