Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 93
BÚNAÐARRIT
83
ári, alla sína búskapartíð, og ef að mörg slík félög yrðu
stofnuð, þá hefði Búnaðarfélag íslands ekki efni á að
styrkja þau öll svo ríflega, sem það nú styrkti þessi fáu
sem til væru.
Því verður ekki neitað, að mólbárur þessar studdust
við allsterk rök, þó að þau væru ekki nógu sterk, til að
vega á móti þeirri miklu nauðsyn, sem á var að stofna
fóðurbirgðafélög, vegna fóðurtrygginganna, rannsókna á
hvernig haganlegast væri fóðrað og hvað vanfóður kost-
aði, þó ekki væri um bein vanhöld að ræða vegna van-
fóðrunar, hvað þá felli. — Loks má benda á, að upp úr
1922 varð afurðasala bænda óhagstæðari, með hverju
ári sem leið, svo líklegt er að það hafi verið stærsti
steinninn í götu fóðurbirgðafélaganna. Þokaði þessu máli
svo hægt áfram, að veturinn 1930—’31 störfuðu aðeins
9 fóðurbirgðafélög.
Með búfjárræktarlögunum frá 1931 Iagði Alþingi
traustan grundvöll fyrir fóðurbirgðafélögin að starfa á.
Með þeim voru fóðurbirgðafélögunum sköpuð ákveðin
réttindi og skyldur, þeim var markaður bás. *— Sami
styrkur og þau höfðu notið hjá Búnaðarfélagi íslands
var nú lögfestur ríkissjóðsstyrkur. Þá voru þeim heimiluð
hagstæð lán úr Bjargráðasjóði, ef með þyrfti, til að verj-
ast fóðurskorti. Þetta ákvæði er félögunum mjög mikils
virði, þar sem lánin eru veitt gegn 5°/o vöxtum og endur-
greiðast á 5 árum. Veitir þetta félögunum möguleika til
að hefja störf sín með jafn lágum iðgjöldum og síðar
nægja. Mér er líka kunnugt um, að núverandi atvinnu-
málaráðherra hefir bent einni sýslu á, sem óskaði Bjarg-
ráðasjóðsláns til að tryggja fólkinu bjargræði, þó ís lok-
aði siglingaleiðum þangað, að bezta leiðin til að njóta
hjálpar Bjargráðasjóðs væri sú, að stofna fóðurbirgða-
félög í öllum hreppum sýslunnar, og þau hefðu það tak-
mark að tryggja nægilegt bjargræði bæði handa fólki
og fénaði, þó harðindi gengju að. — í skjóli ákvæðisins
um Bjargráðasjóðslánin voru iðgjöldin af búfénu lækkuð