Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 95
BÚNAÐARRIT
85
þeim erfiðleikum, sem nú hvíla á þeim, en aftur á móti
væru þau líklegri en flest önnur úrræði bænda, til að
koma í veg fyrir að slíkir erfiðleikar sem nú eru, endur-
taki sig í byggðum landsins. Skal þá leitast við að færa
rök að þessu. Til hægðarauka kýs ég mér að taka dæmi
af meðalhrepp, sem stofnar fóðurbirgðafélag, er nær til
allra hreppsbúa, sem búfé hafa á fóðrum, og aðstaðan
til styrks og iðgjalda þessi:
1. Býli í hreppnum............................. 33
2. Bændur og þeir aðrir, sem búfé hafa á fóðrum 42
3. Nautgripir................................. 120
4. Hross...................................... 641
5. Sauðfé..................................... 4720
Tekjur tryggingarsjóðs verða þá, samkv. búfjárræktar-
lögunum:
1. Styrkur úr ríkissjóði...................kr. 375,00
2. Framlag sveitarsjóðs á ári í 10 ár . . . . — 210,00
3. Iðgjöld af búfénu:
a. Af nautgripum 120 X 40 a. = kr. 48,00
b. —hrossum 641 X 20a. = — 128,20
c. — sauðfé 4720X 4 a. = — 188,80 ..
Alls kr. 950,00
Þegar fyrsta árið er liðið, bætast við þessar tekjur,
vextir af tryggingarsjóði, eins og hann var árið áður.
— Fyrslu árin leggur þá sveitin fram á ári kr. 575,00
eða að meðaltali á félagsmann kr. 13,69.
Um framangreinda tekjuliði tryggingarsjóðs er það
ennfremur að segja, að ríkissjóðsstyrkurinn verður
greiddur á meðan að félagið starfar, og búfjárræktar-
lögunum er ekki breytt að þessu atriði. Framlag sveitar-
sjóðs greiðist árlega í 10 ár, en þá er þeirri kvöð létt
til fulls af sveitarsjóðnum, en iðgjöld af búfénu greiðast
þar til tryggingarsjóður er orðinn kr. 150,00 á hvern