Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 98
88
BÚNAÐARRIT
Iryggingar mönnum og skepnum, í harðindum, og að
skapa sveitinni öruggan tekjustofn, sem vaxi með hverju
ári er líður. — Að öllum ástæðum óbreyttum verður
sjóðurinn, þegar öldin er liðin, orðinn kr. 158480,75
eða á hvern félagsmann kr. 3773,35. Vaxtatekjur sjóðs-
ins, miðað við 4 o/o, eru þá kr. 6208,06. Helmingur
þeirra leggst við sjóðinn, en hinn helminginn, kr. 3104,03,
hefir sveitin til ráðstöfunar til hverskonar sveitarþarfa,
og þá s.l. 50 árin eru þær tekjur, sem sjóðurinn hefir
gefið sveitinni til árlegrar ráðstöfunar, samtals kr.
96349,65. Auk þess hefir fyrstu 100 árin runnið inn í
sveitina, sem atvinnutekjur eftirlitsmanna, kr. 200,00 á
ári, eða alls 20 þús. kr. — Sú kynslóð, sem kemur slíkri
hreyfingu af stað, hún býr betur í hendur afkomenda sinna
en nokkur kynslóð hefir enn gert í þessu landi, og hún
elur ungu kynslóðina upp í þeirri lífsskoðun, að fram-
sýni og hófsemi í fjármálum sé sú leið, sem íslenzkum
bændum liggur til velfarnaðar, því íslenzkur landbúnaður
er treggæfur á fé og ekki árviss. Því þarf hér vel
mennta og framsýna bændastétt.
Þó ég að þessu sinni tali ekki um það verkefni fóður-
birgðafélaganna, að rannsaka hvernig eigi að fóðra bú-
féð svo, að því vegni vel og gefi sem mestan hreinan
arð, þá er það ekki af því, að ég telji það neitt auka-
atriði, heldur vona ég að mér gefist kostur á að víkja
að því síðar.
Theódór Arnbjörnsson
frá Ósi.