Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 103
93
BÚNAÐARRIT
Fyrra árið hafði stjórnin 16 fundi, en hið síðara 29.
Varamenn voru aldrei kallaðir á fund.
Endurskoðendur voru endurkosnir á Búnaðarþingi.
1931 til næstu tveggja ára, þeir ]akob H. Líndal, bóndi
á Lækjamóti, og Jón Guðmundsson endurskoðandi, Rvík.
Gjaldkeri er hinn sami og áður, fyrv. alþm. Guðjón
Guðlaugsson, bóndi á Hlíðarenda í Reykjavík.
Fastir starfsmenn
félagsins, aðrir en nú eru taldir, hafa verið hinir sömu
og áður — þar með talinn Þórir kennari Guðmundsson
á Hvanneyri — og gegna yfirleitt sömu störfum og við
sömu kjör. Þó hefir sú breyting orðið á um launagreiðslu
til Árna G. Eylands, að þessi árin hefir félagið greitt
aðeins þriðjung af launum hans, en Samband ísl. sam-
vinnufélaga tvo þriðju. — Einnig hefir á síðasta ári
orðið sú breyting á starfsemi garðyrkju-ráðunauts Ragn-
ars Ásgeirssonar, að hann fluttist s.l. vor — og með
honum garðyrkjutilraunirnar — austur að Laugarvatni,
og verður nánar skýrt frá þeirri breytingu síðar í skýrsl-
unni. — Ritari félagsins er, sem fyr, Sveinbjörn Bene-
diktsson.
Olaf bónda Sigurðsson á Hellulandi, sem haft hefir
á hendi leiðbeiningar um klak og veiði í ám og vötnum,
má og telja meðal fastra starfsmanna félagsins, síðan
Pálmi rektor Hannesson lét af því starfi.
Aðrir starfsmenn, sem unnið hafa um lengri tíma hjá
félaginu á þessum árum, verða nefndir síðar, í sam-
bandi við þau störf er þeir hafa einkum unnið að.
Búnaðarþing
hið 17. í röðinni, var háð í Reykjavík 5. febr.—3. marz
1931, undir forsæti Ttyggva Þórhallssonar. Á þinginu
mættu allir kjörnir aðal-fulltrúar, nema Sig. Ein. Hlíðar
dýralæknir, er var erlendis, en í hans stað mætti vara-
fulltrúmn Jakob Karlsson, bóndi í Lundi við Akureyri.