Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 108
98
BÚNAÐARRIT
ýmiskonar vélar og verkfaeri, sérstaklega dráttarvélar og
heyvinnuvélar, til leiðbeiningar um val á þeim. Og annað
dráttarvéla-námsskeið var haldið vorið 1931, með 33
þátttakendum. Kostnaður við það er í reikningum fé-
lagsins talinn kr. 3084,75.
Síðastliðið sumar var verkfæra-ráðunauturinn sendur
utan, á vegum Búnaðarfélagsins og Sambandsins, til
þess einkum að kynna sér hina nýju finnsku votheys-
gerð, sem kennd er við höfund hennar, dr. Atthuri I.
Virtanen, prófessor í biokemi við tekniska háskólann í
Helsingfors, og kölluð A. I. V.-aðferðin, og kaupa réttinn
til að nota hana hér á landi, ef honum sýndist það ráð-
legt, því að einkaleyfi er á aðferðinni. Varð það úr, að
hann keypti réttinn fyrir 6000 sænskar krónur. Skyldi
greiða helming gjaldsins þá þegar, en hinn helminginn
á miðju ári 1933. Það sem nú er greitt hefir skipzt í
3 jafna parta milli Búnaðarfélagsins, Sambandsins og
ríkissjóðs (f. h. Aburðar-einkasölu ríkisins?) og varð
hlutur hvers kr. 1129,84.
Þegar ráðunauturinn kom heim, hafði hann með sér
nokkuð af vökva þeim, sem settur er í grasið, þegar
frá því er gengið, líkt og öðru votheyi, og var aðferðin
þá þegar reynd á 5 stöðum (Kleppi, Vifilsstöðum, Blika-
stöðum, Hvanneyri og á Akureyri), en fóðrunartilraunir
er nú verið að gera með þetta fóður á Vífilsstöðum og
Hvanneyri, undir stjórn Þóris kennara Guðmundssonar
á Hvanneyri.
2. Fóðurrækt. Haldið hefir verið áfram tilraunum með
fóðurjurtarækt í gróðrarstöð félagsins í Reykjavík líkt og
undanfarin ár, en nú hefir stjórn félagsins ákveðið að
tilraunum þar skuli hætt og Gróðrarstöðin seld, svo sem
síðustu Búnaðarþing hafa ætlast til, en ekki er lokið
samningum um það mál við borgarstjóra eða bæjarstjórn.
Einnig hefir verið haldið áfram tilraunum út um land,
eins og áður og nokkru nánar er frá skýrt í síðustu
á