Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 109
B Ú N A Ð A R R I T
99
starfsskýrslu félagsins af minni hendi. Svo hefir og fóð-
urræktarráðunauturinn annast um framkvæmd tilrauna
með grasfræ- og hafrasáningu, sem kostaðar hafa verið
nú í nokkur ár beint úr ríkissjóði. Nú er endi bundinn
á þær tilraunir, með því að fjárveitingin var feld niður
á síðasta þingi.
Til frekari upplýsinga um tilraunastarfsemina í gróðr-
árstöð félagsins vísast til skýrslu ráðunauts hér á eftir,
og fyrir árið 1931, til skýrslu í 46. árg. >Bún.ritsins«.
Nú, þegar tilraunastarfseminni í stöðinni er að fullu
lokið, verður væntanlega áður en langt líður, hægt að
birta heildarskýrslu um tilraunir þær, er þar hafa verið
gerðar, síðan núverandi ráðunautur tók við því starfi.
3. Gavðrækt. Búnaðarþing 1931 ætlaðist til, að sú
breyting yrði gerð á því ári, um rekstur garðræktar-
tilrauna í Gróðrarstöðinni, að garðyrkju-ráðunauturinn
Ragnar Asgeirsson tæki garðræktarlandið á leigu, gegn
því að halda áfram þeim tilraunum með kartöflur og
rófur, er stjórninni þætti ástæða til að haldið væri við,
enda fengi hann til þess nauðsynlegar sáðvörur af af-
urðum frá 1930, og skilaði félaginu aftur tilsvarandi
sáðvörum af afurðunum 1931-. Skyldi hann halda
óbreyttum launakjörum til októberloka, fá styrk til garð-
yrkjukennslu, líkt og undanfarið, og gegna ráðunauts-
störfum, eftir því sem samrýmst gæti rekstri hans og
tilraunum í Gróðrarstöðinni. Að öðru leyti væri garð-
yrkjan í stöðirfni félaginu óviðkomandi. — Þessu fyrir-
komulagi var komið á eftir nánara samkomulagi milli
stjórnarinnar og Ragnars, og samkvæmt því hélt hann
áfram garðræktartilraunum líkt og áður, en hefir þó
enga skýrslu gefið um þær. — Þegar störfum hans var
lokið í stöðinni um haustið 1931, réði stjórnin hann
áfram í þjónustu félagsins til leiðbeiningaferða í garð-
rækt, með fyrirlestrum og á annan hátt, og síðan samdi
stjórnin við hann um að skrifa ritgerð um kartöflurækt.