Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 119
B Ú N A Ð A R R I T
109
7. Búnaðarfræðsla, önnur en sú er felst í bókaútgáfunni,
í fyrirlestrum ráðunautanna og leiðbeiningum, á ferðum
þeirra um landið, þar með taldar námskeiðs- og leið-
beiningaferðir garðyrkju-ráðunauts, sem áður er getið
um, hefir einkum verið fólgin í útvarpserindum — sem
gerð verður grein fyrir annarsstaðar, — dráttarvélanám-
skeiði, sem áður er nefnt, námskeiði fyrir eftirlitsmenn
nautgriparæktarfélaga og fóðurbirðafélaga, sem haldið
var hér í Reykjavík haustið 1931, svo sem nánar er frá
sagt í skýrslu nautgriparæktar-ráðunauts, leiðbeiningar
um klak og veiði, ásamt byggingu klakhúsa, sem skýrt
er frá í skýrslum Ólafs Sigurðssonar, bónda á Heliu-
landi, svo og í ýmsum styrkveitingum, er heimfærast
mega undir búnaðarfræðslu, eða stuðning til verklegra
framkvæmda.
Eftirfarandi upptalning gefur yfirlit yfir helztu fjár-
útlát félagsins í framantöldum augnamiðum:
1931 1932
kr. a. kr. -a.
Til dráttarvélanámsskeiðs............. 3084,75 »
— námsskeiðs fyrir eftirlitsmenn . . 1077,25 »
— bændanámskeiða ................... 2504,48 499,00
— útvarpsfræðslu..................... 840,00 462,50
— verklegs jarðræktarnáms innan-
lands............................. 2472,00 1287,00
— verklegs garðyrkjunáms innanlands 497,00 1146,00
— verklegs jarðræktarnáms erlendis 250,00 400,00
— verklegs garðyrkjunáms erlendis. 400,00 »'
— hússtjórnarnáms......................... » 400,00
— mjólkuriðnaðarnáms................. 700,00 500,00
— búnaðarháskólanáms, í jarðrækt
og garðrækt....................... 1800,00 2200,00
— utanfararstyrks, ýmsra erinda. . . 1200,00 1360,00
— Kvenfélagasambands íslands . . . 3000,00 2000,00
■— Kvennaskólans í Reykjavík .... 250,00 250,00
— leiðbeiningar um klak og veiði . 2471,00 2418,45