Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 126
116
BÚNAÐARRIT
vélarnar vinna svo vel, að þær eiga skilið sömu útbreiðslu
eins og sláttuvélarnar; er mikil framför í vali þeirra síð-
ustu þrjú árin. Erfiðast gengur að fá snúningsvélar, sem
vel reynist og nái vinsældum; þó vantar líklega ekki
nema herzlumuninn, því til eru heimili, þar sem varla hefir
verið snúið flekk nema með snúningsvél, 2 síðustu sumur.
Um leið og búvélaeign bænda fer vaxandi, er meira í
húfi um viðhald þeirra og hirðingu. Sá þáttur þess, sem
bændur verða eingöngu að hafa sjálfir með höndum, er
því miður vanræktur úr hófi fram. Hirðing vélanna er
víða afskapleg eða engin. Það þarf að lagast. Eg geri
ráð fyrir að það sé óhætt að telja, að verðmæti búvéla
og verkfæra, sem bændur eiga að ráða fyrir, sé varla
langt neðan við 3 millj. króna. 10 °/o af þeirri upphæð
er 300000 krónur. Hér er því ekki um litla fjármuni að
ræða, hvort viðhald og fyrning er 10 eða 20°/o, svo eitt-
hvað sé tiltekið.
Sú hlið á viðhaldi véla og verkfæra, sem meira veit
að starfsemi minni og fer hraðvaxandi, er að sjá fyrir
því, að bændur eigi greiðan aðgang að varahlutum í
vélarnar. Þyngst er þar á metunum heyvinnuvélar, drátt-
arvélar og dráttarvélaverkfæri. Þetta er orðið mjög mik-
ilsvert atriði, og verður það þó enn meir á næstu árum.
En því er margt vandgert viðvíkjandi þessu, að kröfurn-
ar og nauðsynin samrýmist oft illa eðlilegum og fjár-
hagslega réttmætum verzlunarrekstri.
Girðingarefni.
Af vírnetum og gaddavír hefir S. í. S. selt:
Caddavír Vírnet Girðing
rúllur rúllur km.
1927 ........... . 2028 263 133,8
1928 ............... 9205 628 348,7
1929 ............... 8727 2376 792,7
1930 ............... 7404 2887 682,6
1931 ............... 5936 1566 523,3
193.2 .... . . . 950 353 88,1
1927—32 .... 29250 8073 2569,2