Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 133
BÚNAÐARRIT
123
tryggingu.lil þess að fá áburðinn á móttökuhöfn,en Reykja-
víkurverð Á. R. er 60 aurum hærra en verðið á höfnum
út um land. 1926 kostaði því sekkurinn af Kalksaltpétri
kr. 32,65, en 1932 kr. 15,80 kominn á hafnir kringum
land.
í fjárlögum þeim, er lögð voru fyrir síðasta Alþingi
(1932), var ekki gert ráð fyrir neinu fjárframlagi til
starfrækslu Á. R., þótti víst tiltækilegra að fella niður
þennan lið en að skerða aðrar fjárveitingar til jarð-
ræktar, en auðsætt að einhversstaðar yrði að klípa af
á þessu sviðí sem öðrum. Fjárveitingin var þó tekin upp
aftur í þinginu af mönnum, sem töldu eigi tiltækilegt
að taka hana af með öllu, og varð því ofan á að ætl-
aðar eru 25 þús. kr. til Á. R. 1933. Þrátt fyrir það
þótt vafalaust dragi mikið úr áburðarkaupum, er ljóst,
að þessi upphæð hrekkur hvergi nærri fyrir farmgjöld-
um og kostnaði, og verður því, á árinu sem í hönd fer,
að selja áburðinn með meiri kostnaðar-álagningu en
gert hefir verið. Mun sú verðhækkun koma illa við
marga, því þar við bætist að allur tilbúinn áburður hefir
hækkað í verði erlendis.
Hér skal ekki rökrætt um það, hvort sé heppilegra
að stórlækka eða afnema styrk til áburðarkaupa, eða
að lækka jarðabótastyrkinn að einhverju leyti, en fyrir
þeim, sem er annast um að styrkur til áburðarkaupa
haldist, svo að bændum reynist kleyft að kaupa þann
áburð, sem þeir telja sig nauðsynlega þurfa, vakir hugs-
unin um þá staðreynd, að það sé eins mikils um vert
að gæta fengins fjár eins og að afla þess. Með jarða-
bótastyrknum er verið að hjálþa bændum til þess að
skapa ný verðmæti. Nú þegar kreppir að, dregur eðli-
lega mjög úr þeirri starfsemi bændanna, en um leið
verður tilbúinn áburður mest keyptur til þess að varð-
veita þau nýræktarverðmæti, sem búið er að skapa, frá
því að ganga úr sér og eyðileggjast. Ollum má vera ljóst
hvers virði það er.