Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 134
124
BÚNAÐARRIT
Önnur slörf.
Auk þeirra daglegu starfa, sem beint lúta að þeim
verzlunarrekstri S. í. S., sem getið hefir verið um hér
að framan, hefi ég haft nokkur önnur störf með hönd-
um, sem má nefna lauslega, án þess að telja smámuni.
Verkfæratilraunir: Árið 1927 lét verkfæranefnd B. í.
gera tilraunir með plóga og herfi, og í sambandi við
þær tilraunir með vinnsluaðferðir. Skýrsla um þær til-
raunir birtist í 42. árg. »Búnaðarritsins«, bls. 185 — 211.
1928 og 1929 voru einnig gerðar tilraunir með herfi.
Um þær er skýrsla í »Bún.ritinu« 44. árg., bls. 76—88.
1929 voru ennfremur gerðar tilraunir með sláttuvélar,
en um þær tilraunir hefir verið gefin út sérstök skýrsla,
sem nr. 4 af skýrslum B. í. Um árangur og framkvæmd
þessara tilrauna vísast til hinna nefndu skýrslna.
Auk þess hafa öll árin verið gerðar ýmsar athuganir
viðvíkjandi notkun einstakra verkfæra, sérstaklega dráttar-
vélaverkfæra og heyvinnuvéla. Hafa þannig fengist bend-
ingar um val þeirra, sem hafa komið að góðu liði, þótt
ekki hafi álitist þess vert, að gera um það skýrslur.
Við þessar athuganir hafa meðnefndarmenn mínir í verk-
færanefnd B. í. oftast verið viðstaddir, ef þess hefir
verið kostur. Meðal athugana, sem gerðar hafa verið,
er ef til vill sérstök ástæða til að nefna tilraunir með
að nota 3 lokræsaplóga, enskan, danskan og norskan.
Þeir 2 fyrst nefndu eru »mo!dvörpu« eða »torpedo«-
plógar, sem kallað er. Á neðri endann á löngum plóg-
hníf er festur fleiglagaður stálsívalningur, sem þrýstir
moldinni frá sér til allra hliða, um leið og plógurinn er
dreginn áfrani og látinn rista eins langt í jörð niður
(50—65 cm.) og hægt er. Skurðuririn eftir plóghnífinn,
sem er tiltölulega þunnur, fellur strax saman, en það er
svo til ætlast, að farið eftir stálsívalninginn haldist í
moldinni og myndi rás fyrir jarðvatnið. Því miður virð-
ast þær rásir, sem gerðar hafa verið með þessum plóg-
um, ekki koma að neinu verulegu liði til framræslu,