Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 137
BÚNAÐARRIT
127
heyra, og hugði að mætti verða mér og öðrum að gagni,
en hinu, hvert var aðal-tilefni fararinnar.
Eftir heimkomu mína síðastliðið haust var ég við að
setja saman hey, samkvæmt A. í. V. heyverkunaraðferð-
inni, á þremur stöðum í nágrenni Reykjavíkur, á Hvann-
eyri og hjá Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri.
í vetur verða gerðar fóðrunartilraunir með þetta A. í. V.
vothey á Hvanneyri og á Vífilsstöðum, og fást þá von-
andi nokkrar bendingar um það, hversu líkleg þessi að-
ferð sé til þess að verða að liði hér á landi. Sjálfur
geri ég mér ákveðnar vonir í þá átt.
Það sem hér hefir verið sagt, læt ég nægja sem yfir-
lit yfir viðfangsefni mín og störf árin 1927 — 1932, og
þakka öllum, sem til mín hafa leitað, um upplýsingar
eða annað, góða samvinnu.
Reykjavík, 7. janúar 1933.
Árni G. Eylands.
Nautgripa- og sauðfjárræktar-ráðunauturinn:
I. S a u ð f j á r r æ k t i n 1 932.
Tíðarfar 1932 var nokkuð einstætt fyrir sauðfjár-
ræktina. Vetur frá nýári var sæmilegur, oftast jarðir,
svo beita mátti, en heyfengur frá sumrinu 1931 var
óvenju lítill og víða ruslarahey, og því varð það ekki
gefið með fóðurbætir. Af síld og síldarmjöli var gefið
mjög mikið, og eru raddir manna mikið til einróma lof
um síldarmjölið, sérstaklega með beit. Með þessari miklu
fóðurbætisgjöf, sem gefin var, reyndust heyin nægileg,
og gekk fénaður sæmilega undan um land allt.
Vitað er um 26 kindur, sem gengu veturinn af í af-
féttum og á öræfum, en nokkrum banaði tófan, þegar
komið var fram á vor, þar á meðal tveim lömbum, sem