Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 138
128
BÚNAÐARRIT
lifðu af í Búrfells-heiði fram yfir páska, og er þó þarna
um snjóasama heiði að ræða.
Gróður kom seint, ekki fyr en seinast í maf, en þá
greri óvenju ört, svo heita mátti að fullsprottið væri
eftir 5—6 vikur, og það jafnt til sveita og fjalla. Af-
leiðingin af þessu varð sú, að þegar sauðféð var rekið
á fjall, þá fann það þar ekki gróandi gras, sem var
mánuði eða meir á eftir grasinu niðri í byggðinni í
sprettunni, heldur gras sem var fullsprottið eins og niðri
í byggðinni. Sauðkindin fékk þess vegna styttri tíma af
sumrinu sl. sumar gróandi gras að bíta en hún er vön,
en eftir því fer vænleiki hennar að haustinu að mjög
miklu leyti. Þetta munaði því að fé í haust varð >/12 —
Vío rýrara en sl. ár.
Heyskapur gekk prýðilega. Hann byrjaði snemma um
allt land, og hætti líka alstaðar, eða svo að segja, fyrir
göngur. Heyskapur fram um veturnætur er nú alveg að
hverfa. Hey eru mjög mikil, og taða meiri en hún hefir
verið nokkurn tíma áður. Og það góða og sérkennilega
við heyfenginn er, að það hefir áreiðanlega unnið til
muna færra fólk að því, að afla þessara heyja en vant
er. í heilum sveitum var ekkert kaupafólk, og í öðrum
sárfátt. Það er því ekki efi að heyin í sumar eru til-
tölulega ódýrari en þau hafa oft verið. Uthey eru vel
verkuð og taða sæmilega.
Haustið var nokkuð umhleypingasamt, en annars gott,
og fé var lítið gefið um land allt fram að nýári.
Slátrað var með allra fæsta móti, og lambalíf er með
allra flesta móti. Fé er vafalaust fleira nú en það hefir
verið um langt skeið, og er vel þegar það fer saman
að hey og áhöfn sé mikil.
Verð sauðfjárafurðanna lækkaði enn, og nú mun verð
þeirra vera um 50°/o minna en það var 1929. Allt í
allt hafa afurðir sauðfjárins, sem bændur hafa að selja
úr búum sínum í ár, selst töluvert á fimmtu milljón kr.
minna en þær seldust fyrir 1929. Það kemur sér því vel