Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 139
BÚNAÐARRIT
129
að heyskapurinn í sumar gekk vel og varð ódýr. En
þótt þar hefðist upp nokkuð af verðfalli sauðfjárafurð-
anna, þá bera sauðfjárbúin sig ekki. Hve lengi það getur
gengið að reka þau með tapi, er ekki gott að segja,
varasjóður margra bændanna, sem til hefir orðið í góðu
árunum, er oftast af flestum lagður í jörðina, og því
fer ekki hjá því, þegar annað eins verðfall skellur yfir
og nú hefir orðið, að þá hljóta að safnast skuldir.
í ár var með mesta móti gelt af Iömbum, og mönn-
um verður ljósara, að með því fæst betra kjöt og meir
að skapi freðkjöts-markaðsins,
Á nokkrum stöðum bar á óhreysti í fé, sérstaklega
lungnaormum og lungnadrepi, vanhöld af þeirra völdum
urðu þó ekki mikil, en einna helzt á Suður- og Norður-
landi, en víða orsakaði þessi óhreysti meiri fóðureyðslu.
Á bráðafári bar mjög mikið í haust, sérstaklega í Skafta-
fells-, Rangárvalla- og Árnessýslum. Var margt fé dautt
á afréttum er göngur byrjuðu, og margt drapst í rétta-
ragi og áður en náð yrði að bólusetja. Nokkuð bar á
að fé dræpist eftir að það var bólusett, þó notað væri
ínnlent bóluefni, en enn þá er óvíst hve mikil brögð
hafa verið að því.
Sýningar voru nú haldnar í fyrsta sinn eftir lögum
um búfjárrækt, og voru þær haldnar í Þingeyjarsýslum
báðum, Múlasýslum báðum og í Austur-Skaftafellssýslu.
Á öllum sýningunum mætti undirritaður.
Sýningarnar voru yfirleitt prýðilega sóttar, og sézt af
skýrslum þeim, er hér með fylgja, hvernig hrútarnir
reyndust. Með því að bera þær saman við skýrslur frá
síðustu sýningum, sézt hvernig hrútarnir hafa breyzt.
Meðalmál og þyngd á hrútunum í hverri sýslu er þó
sett í skýrslurnar, ‘svo að sá samanburður fáist án frek-
ari fyrirhafnar. Af honum er ljóst, að meðal fullorðnir
og tvævetrir hrútar í Suður-Þingeyjarsýslu eru nú betri
en þeir voru síðast, en veturgömlu hrútarnir þynnri og
léttari, en lengri, sem þó er tvísýnn ávinningur.
9