Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 158
148
BÚNAÐARRIT
inu, en greiniiegt er að það hefir borgað sig vel með
þau lömb, sem fyrr voru drepin. Þá munaði 2,2 kg í
kjötþunga á meðal lambi, og hver ær hafði eytt 18 kg
meira heyi. Kjötverð var þá kr. 1,10, og það gerir kr.
•2,42 mismun á lambi í kjöti, og auk þess ofurlítið í gær-
um. Heyið hefir því verið borgað prýðilega.
Þessari tilraun verður væntanlega haldið áfram, en
hún bendir ótvírætt til þess, að þeir, sem ætla sér að
slátra lömbum að sumrinu eigi að láta bera fyr en
venja er, og ekki síðar en um mánaðamótin apríl —maí.
Annars þurfa bændur að skipuleggja slátrunina að sumr-
inu. Það er nokkurn veginn víst hvað mikið sumar-
markaðurinn þolir t. d. á hverri viku, og eftir því þurfa
þeir svo að breyta, haga burði og slátrun svo, að alltaf
komi hæfilega margt af lömbum til slátrunar, sem séu
orðin það væn, að þau hafi 12 — 14 kg skrokka.
Loks er svo þess að geta, að á árinu var flutt inn
skozkt sauðfé til sláturfjárbóta, en þar sem það hefir
ekki verið á mínum vegum, verður ekki af mér gerð
grein fyrir þrifum þess eða gengi hér á landi.
II. N au t griparæk tin 1 932.
Nautgriparæktin hefir gengið betur á árinu en sauð-
fjárræktin. Þetta kemur af því, að afurðir mjólkur og
mjólk hefir fallið lítið sem ekki hér innan lands, en enn
er varla um aðra sölu að ræða.
Taða var lítil' og kúm gefið með allra mesta móti
fóðurbætir.
Kýr mjólkuðu sæmilega, en gjafatíminn varð langur,
því seint var hægt að fara að beita, eða hér um bil 3
vikum seinna en venjulega. Aftur kom gróður þá mjög
ört, og kýr geltust því lítið við útbeitina. Gras féll
snemma, og það varð orsök þess, að síð- og sumarbærar
kýr héldu ekki vel á sér nyt, er leið á sumar, og komu
inn í haust í lægri nyt en ætla mátti að þeim væri