Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 159
BÚNAÐARRIT
149
eiginlegt. Dálítið bar á því að mjólk væri með magrara
móti, og sérstaklega virtist bera á því nú i vetur. Virð-
ist taðan létt frá sumrinu, en fóðurbætir þykir mönnum
hinsvegar dýr, og spara hann, þótt það sé tvísýnn
sparnaður.
Nýja >Mjöll< í Borgarnesi tók til starfa á árinu, og
hefir mest unnið að niðursuðu mjólkur. Mjólkurbú, sem
eru sameign bænda, hafa því starfað 5, meginið af árinu
og auk þeirra bú Thor Jensens, sem hefir keypt nokkra
mjólk, auk þess sem framleitt er á jörðum þeim, sem
hann rekur búskap á. — Auk mjólkurbúanna starfa enn
3 rjómabú, og starfa tvö þeirra allt árið. Þessa er minnst
hér, í sambandi við nautgriparæktina, en vafalaust kemur
í skýrslu þess, er eftirlit hefir með starfi þeirra, skýrsla
um mjólkur- og rjómamagn hvers bús, og hvað hefir
verið borgað fyrir mjólkina (það mun hafa verið 13 —
26 aurar).
Nautgripasýningar voru nú í fyrsta sinn haldnar eftir
búfjárræktarlögunum. Þær voru haldnar á Norðurlandi.
Eg mætti á þeim í Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðar-
og Skagafjarðarsýslu, en Gunnar Árnason í Húnavatns-
sýslum. Vegna þess hve gróður kom seint var sýnilegt,
að mér einum gat ekki unnist tími til að mæta á þeim
öllum, nema að þær gengu fram á slátt. Það er ekki
vel séð, og því var sýningartíminn styttur með því, að
við færum tveir á sýningarnar. Vel getur svo farið, að
þetta þurfi oft að gera, því hvortfveggja er vandræði,
að byrja fyrr- en farið er að beifa kúm, og þurfa að
vera að halda sýningar eftir að slátfur er almennt byrjaður.
Skýrsla um sýningarnar er prentuð með skýrslu um
starfsémi naufgriparæklarfélaganna 1931, í 10. skýrslu
frá Búnaðarfélagi íslands, og vísast til hennar, hvað starf
félaganna snertir og um sýningarnar.
Þess skal að síðustu getið, að naufgriparæktarfélög-
unum hefir enn fjölgað og munu nú þetta ár vera alis
um 80.