Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 164
154
BÚNAÐARRIT
Er Búfjárræktarlögin voru sett, 1931, varð víða nokkur
hreyfing til stofnunar slíkum félögum, en ekki hafa þó
mörg ný bæzt í hópinn síðan. Hefir þessi hreyfing
einkum sföðvast á fjárhagsörðugleikum bænda, sem
valda því, að margir kveinka sér við að gangast undir
árleg iðgjöld af búfé sínu, til tryggingarsjóðs. Á þessu
ári störfuðu þó tvö ný félög, annað í Hálshreppi í Þing-
eyjarsýslu, en hitt í Lýtingsstaðahreppi í Skagafj.sýslu.
Felög þessi ná yfir 102 býli, með 129 félagsmönnum,
svo að þá hafa fóðurbirgðafélögin náð til 348 býla,
með 439 félagsmönnum. I haust hófu tvö ný félög starf,
svo í vetur eru 13 félög starfandi. Nokkrar sveitir hafa
spurst fyrir um eitt og annað viðvíkjandi stofnun slíks
félags, og sumar þeirra ráðgert að stofna fóðurbirgða-
félög, en ekki er enn hægt að segja hve mörg fóður-
birgðafélög bætast við á þessu ári, þó vonandi sé að
þau verði nokkur.
Þá hefi ég unnið úr skýrslum um vanhöld búfjárins,
sem safnað er samkvæmt fyrirmælum V. kafla Búfjár-
ræktarlaganna, og fer hér á eftir skýrsla um þau.
Störf þau, sem tengd eru hrossaræktinni og fóður-
birgðafélögunum, eru aðalverk mitt hjá Búnaðarfél. Isl.
Hefi ég gefið þetta stutta yfirlit yfir þau, á s.l. ári, vegna
þess, að mér virðist það skipta máli, en ekki hve marga
daga ég hefi verið á ferðalagi, hve mörg bréf ég hefi
skrifað eða annað það, sem leiðir að sjálfsögðu af
starfinu.
Að endingu þakka ég öllum góðum samverkamönnum
mínum, víðsvegar um landið, ást þeirra og áhuga á mesta
áhugamáli mínu: ræktun búfjárins og trygging þess fyrir
aðsteðjandi harðindum. Þá þakka ég einnig húsbændum
mínum fyrir samvinnuna. Þeir hafa ætíð sýnt viðleitni
minni fullan skilning og velvild, og styrkt mig f þeirri
vissu, að óðum styttist nú til aukins þroska og göfgis
hjá mönnum og málleysingjum þessa lands, svo að það
verði öllum ljóst, að það er gæfa bóndans og framtíð,