Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 172
1G2
BÚNAÐARRIT
Þess ber að geta, að eins og að undanförnu voru hest-
arnir fóðraðir á íslenzku korni — byggi og höfrum —
og reynist mér það ágætt hestafóður.
2. Ræktun og tilraunir. Aðrar þær verklegu
framkvæmdir, sem gerðar voru á árinu, snerta þau við-
fangsefni, er stöðin hefir til meðferðar.
Ræktunarland stöðvarinnar var aukið um 1,37 ha.,
mest framræst mýri og móalendi. Að öðru leyti hefir
starfsemi farið allmikið í þá byggingu, sem að framan
er getið um.
a. Grasfrærækt. Grasfrærækt og tilraunum, er að henni
lúta, hefir verið haldið áfram sem fyrr, og aukið við eftir
föngum. Eru nú fræakrar stöðvarinnar orðnir 3,5 ha.
Af þeirri landstærð var þó ekki nema 1,5 ha, sem bar
fræ í sumar. Hinir 2 ha skiptast þannig:
1,2 ha ísáð með túnvingul í vor. 0,3 ha ísáð með
túnvingul o. fl. 1931 og 0,5 ha fræakrar með ýmiskonar
tilraunum, þar á meðal kynbótatilraunum, og fræákrar,
sem ekki báru fræ í sumar.
Fræuppskeran heppnaðist mikið frekar vel’þetta sumar.
Grastegundirnar þroskuðust prýðisvel og uppskeran
bjargaðist vel þur síðast í ágúst og fyrstu dagana í
september. Uppskeran varð þó mun minni en 1931,
miðað við kg af ha.
Af 1,5 ha munu þó fást af hreinsuðu fræi 300 — 400 kg.
Hvernig þetta fræ reynist er enn ekki unnt að segja,
vegna þess, að frærannsóknir eru ekki framkvæmdar,
þegar þetta er ritað.
Aðal-frætegundin, sem stöðin framleiðir, er túnvinguls-
fræ. Reynslan hefir sýnt, að auðveldast er að rækta
fræ af þessari tegund, og hún grær venjulega vel og
oft ágætlega. Uppskeran hefir venjulega orðið 300—
450 kg hreinsað fræ af ha, en vandkvæði virðast þó
vera á því, að túnvingullsakrar gefi af sér góða fræ-
uppskeru á hverju sumri, en venjulega sæmileg fræsetn-