Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 173
BÚNAÐARRIT
163
ing annaðhvort sumar. Þó má geta þess, að sumir af
stofnum þeim, er ég hefi í kynbótatilraunum, hafa borið
fulla fræuppskeru á hverju sumri nú í nokkur ár —
hvað lengi þeir gera það er enn þá óreynt.
Háliðagras hefir verið ræktað til fræöflunar síðan
stöðin tók til starfa. Hefir oft gengið all-erviðlega að
framkvæmlega uppskeruna. Það þroskast nokkuð mis-
jafnt, og vill oft spillast all-mikið, ef tíð er hrakviðra-
söm, eins og oft er hér sunnanlands. Það er gjarnt á
að setja gisstæða fræsprota, einkum ef það vex eftir
breiðsáningu. Raðsáð gefur það meira fræ. Þó hefir
fræuppskeran sjaldan verið yfir 200 kg af ha í tilraunum.
Nú ér um 0,2 ha af þessari tegund, og gaf sú land-
stærð lítið af fræi í sumar. Háliðagrasið hefir alltaf gefið
vel þroskað fræ með góðum gróþrótti og 1000 korna
þyngdin orðið fullt eins mikil og á erlendu fræi.
Vallarsveifgras- er nú ræktað á 0,5 ha og hefir það
getað gefið sæmilega fræuppskeru, en fræið gróið oft-
astnær illa, er’ þess vegna ekki eftirsóknarvert að rækta
mikið fræ af því, og sízt meðan ekki er búið að finna
orsökina fyrir því, hvað veldur lágum gróþrótti þess.
Mér þykir líklegt, að bezt yrði að rækta vallarsveifgras
til fræöflunar á sandjörð, dreg ég þá ályktun mína af
því, sem fram hefir komið við frærannsóknir á þessarri
frætegund frá sandsvæðunum í Rangárvallasýslu. —
A bökkum Þverár í Sámsstaðalandi er jörð mjög sendin,
verður vonandi á næstu árum hægt að koma á fót fræ-
rækt þar, og sjá hvernig vallarsveifgrasið viðhefst. og
hvort það skilar þar fræi með betri og meiri gróþrótti
en á leirjörð stöðvarinnar. Verða nú skilyrðin betr'i en
áður að rannsaka þetta mikilsvarðandi atriði í íslenzkri
fræframleiðslu, og fá skorið úr því, hverskonar ráðstaf-
anir þarf að gera ár hvert, svo fræið hafi sem mestan
og beztan gróþrótt.
Það eru þessar 3 tegundir grasa, sem að framan eru
nefndar, sem aðallega hefir verið ræktað fræ af síðan