Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 174
164
BÚNAl) ARRIT
slöðin tók til starfa, og þó eins og fyrr er frá sagt
mest af túnvingul.
Auk þessara 3 grastegunda hefir í smærri stíl verið
ræktað fræ af öðrum tegundum, og sumar af þeim kunna
jafnvel síðar að verða álitlegar fræræktarjurtirstöðvarinnar.
Af snarrótarpunti hafa alltaf verið ræktuð nokkur kg,
og ber hann fullþroska fræ með sæmilegum og stund-
um ágætum gróþrótti. Ekki þykir mér þó rétt, að auka
til muna ræktun af snarrótarfræi, vegna þess, að ég tel
þessa tegund ekki hentuga fóðurjurt.
Af blásveifgrasfræi hefir lítilsháttar verið ræktað.
Fæst það prýðisvel þroskað og oftastnær með ágæt-
um gróþrótti. Ég hefi gert úrval í blásveifgrasi og
lítinn mun fundið milli plantna. Það getur gefið tölu-
vert fræ á hverju sumri, en. ekki þykir mér það álit-
legt sem túnræktarjurt, *vegna þess, að það er sein-
sprottið.
Af því, sem nú hefir lítilsháttar verið drepið á, þá er
ekki um margar grastegundir að ræða, sem undangengin
reynzla sýnir að svari kostnaði að rækta fræ af, og má
þess vegna telja það höfuðverkefni næstu ára, að bæta
svo þessar fáu grastegundir með úrvali og stofnfrærækt,
að fræframleiðslan verði arðsamari en nú er hún.
í þessu sambandi má og geta þess, að fyrir 2 árum
hófst ræktun af ýmsum erlendum grastegundum til fræ-
ræktar. Um þessar tegundir og stofna af þeim er getið
í skýrslu minni fyrir 1930, og getið um tilgang þessara
tilrauna og markmið. í sumar báru flestir af fræstofn-
um þessum fullþroska fræ, og tel ég það bera vott þess,
að til mála geti komið, að framleiða fræ af þeim.
Einkum eru 2 stofnar af hávingul, sem virðast vera
mjög álitlegir — þeir báru fræ 1931 — og eins í sumar.
Þeir virðast vera mjög snemmþroska og bera fullþroska
fræ á sama tíma og túnvingull.
Auk þess voru 10 stofnar af sömu tegund, sem þrosk-
uðust nokkuð seinna, eða síðustu dagana í ágúst.