Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 177
BÚNAÐARRIT
167
skýrslum mínum. Tveimur tilraunum var bætt við í vor.
Fyrri tilraunin er með niðurfellingu á grasfræi. I til-
raun þessa var notað erlent grasfræ, og hún gerð eftir
sömu reglum og tilraun um sama viðfangsefni í gróðrar-
stöðinni á Akureyri.
Tilraunin á að leiða í ljós hvernig bezt verður að
fella niður grasfræ, og er hagað þannig:
Nr. 1. Fræið valtað með hringvalta.
— 2. — herfað niður meðléttu tindaherfiog valtað.
— 3. — herfað niður með hálfskekktu diskherfi
og valtað.
— 4. Landið valtað, fræinu sáð, herfað niður með
hálfskekktu diskherfi og valtað.
Hin tilraunin, sem byrjað var á, er með 6 ólíkar fræ-
blandanir, og er raunar endurtekning á tilraun með sömu
viðfangsefni og 1931. Tilgangurinn er að fá skorið úr.
hvernig ísl. grasfræ reynist til túnræktar, miðað við er-
lent grasfræ. Mun á næstu árum verða bætt við fleiri
tilraunum sömu tegundar, því mikils er varðandi að hér
fáist skýr og ábyggileg svör, en þau fást ekki, nema
tneð margra ára fjölþættum tilraunum og athugunum.
Eru nú fræ- og túnræktartilraunirnar orðnar nokkuð
umfangsmiklar, þar sem reitafjöldinn er alls 638 talsins
vegna túnræktarinnar. Túnræktartilraunir og lúnrækt
er nú á 0,73 ha, eru þá tún- og grasfræakrar á tæp-
um 4,23 ha.
c. Kornyrkja. Kornyrkjan hefir verið framkvæmd með
sömu aðferðum og áður, hvað sjálfa ræktunina snertir,
«9 má segja að hún hafi lánast prýðisvel. Tíðarfarið var
hagstætt vor, sumar og haustmánuðina. Kornið kom víð-
ast vel upp í ökrunum, spratt þó í seinna lagi fyrstu
vikurnar, vegna vorþurkanna í maí. Bæði bygg og hafrar
þroskuðust með fyrra móti. Þeir byggakrar, sem sáð var
í 8.—15, maí, voru fullþroska 27. ágúst til 1. september.
Höfrunum var sáð 30. apríl og voru fullþroska 16,—24.
september.