Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 182
172
B Ú N A Ð A R R I T
þá hefir kornið þroskast vel og sumstaðar ágætlega, en
mestu vandkvæðin virðast vera á því hjá bændum, að
fá korníð þreskjað, og verður það þess vegna verkfæra-
leysið er tefur mest fyrir útbreiðslu kornyrkjunnar.
I Vestur-Eyjafjallahreppi var myndað félag s.l. sumar,
sem ætlar að byrja kornrækt í stærri stíl n. k. vor, og
verður ræktunin framkvæmd með samyrkjusniði, og var
land það, sem nota á, ca. 3 ha, plægt í haust, og er
vonandi að fleiri komi á eftir. — Hygg ég, að bezta fyrir-
komulagið í byrjun, verði það, að nokkrir bændur mynd-
uðu með sér félagsskap í hverjum hreppi. Hver þeirra
ræktaði ákveðna landstærð á hverju ári með byggi og
höfrum, en þreskivél og önnur nauðsynleg áhöld væri
félagseign. f slíku félagi yrði auðvitað að ákveða hvað
stórt land hver félagi hefði til kornræktar til þess að
geta verið félagstækur og haft þau réttíndi, sem slík
félagssamtök gætu veitt meðlimum sínum. Verkefni slíkra
samtaka væri að bæta úr verkfæraskortinum við þreskj-
un og jarðvinnslu, ná í faglega aðstoð við ræktunina
og að sjá um að kornræktin væri framkvæmd skipulega
og með réttum aðferðum. Slík samtök ættu að annast
innkaup á áburði, þreskjun kornsins og sölu þess. —
Mætti slíkt fyrirkomulag verða drjúgur þáttur í því, að
gera íslenzka landbúnaðarframleiðslu fjölbreyttari en nú
er hún. Mundi og slík framkvæmd, sem hér hefir lítil-
lega verið bent á styðja að betri túnrækt og garðrækt
og hún mundi enn fremur koma betra skipulagi á jarð-
ræktina yfirleitt.
Störf mín á árinu hafa aðallega verið fólgin í því,
að veita þessari starfsemi forstöðu og vinna að rann-
sóknum og tilraunum, svara bréfum og leiðbeina þeim,
sem eru að prófa korn til þroskunar.
Nú er þetta starf að verða það umfangsmikið, að mér
vinnst tæpast tími til að inna öll þau faglegu verk af
hendi, er tilraunastarfsemi og framleiðsla stöðvarinnar