Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 189
BÚNAÐARRIT
179
Vil ég geta þess hér, að ræktunarhús það, er ég átti
í Reykjavík var flutt þangað austur síðastliðið haust
og verður reist þar með vorinu. Stjórn Búnaðarfél. ísl.
veitti mér 500 kr. styrk til þess og vil ég þakka það
hér með.
Ekki var fullsamið milli skólans á Laugarvatni og
Búnaðarfél. ísl. fyrr en fyrst i maí, svo að undirbún-
ingur gat ekki orðið nægur undir víðtæka garðrækt
síðastl. sumar, enda þá ekki til lieppilegt land brotið.
Þetta sumar varð því garðyrkjan að láta sér nægja
þá garða, sem fyrir voru og ekki stóra. Voru þeir þó
stækkaðir að mun og ennfremur notað land í móa
fyrir neðan tún, á algjörri sléttu, sem plægð hafði ver-
ið með dráttarvél ári áður, en ekki gert að síðan.
Sjálfur flutti ég ekki alfarinn austur fyrr en 17. maí.
Vegna þess hve seint var fullsamið milli Búnaðarfél.
ísl. og skólans, og heppilegt land ekki undirbúið, var
ekki annað gert í sumar en að halda þeim stofnum
við, sem til voru hjá Búnaðarfél. ísl. af kartöflnaf-
brigðum. Uppskera var sæmileg, þó seint væri sett nið-
ur, þrátt fyrir óhöpp, eins og næturfrost mikil 27.—
29. júní, eftir að komið var mjög vel upp í görðunum.
En vegna hlýindanna, sem á eftir komu náðu grösin
sér fljótt aftur. — Ekki muridu menn þar um slóðir
eftir að næturfrost hefðu gert skaða svo seint í júní.
Kartöflusýki gerði mikinn usla á Suðurlandsundir-
lendinu í sumar, og Laugardalurinn fór ekki varhluta
uf því. Á sumum bæjum var hún svo mögnuð, að upp-
skera varð nálega engin. — En liin góðu afbrigði Ey-
vindur (Kerrs Pink), King George, Blálandsdrottning
(Edgel Blue) og Rogalandsrauður stóðust þessa raun
Prýðilega eins og svo oft fyrri; grösin stóðu græn og
hrein og gáfu prýðilega uppskeru og heilbrigða. Held
ég enn, sem fyrr, og hlýt að halda því fram, að bezt
henti okkur á Suðurlandi — og annarsstaðar þar scin
kartöflusýki gerir vart við sig — að rækta þau af-