Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 190
180
BÚNAÐARRIT
brigði ein, sem standast sýkina bezt. Því hitt ráðið,
blásteins-' og kalkvökvinn, útheimtir dýrt verkfæri og
verður auk þess oft árangurslaust, sökum þess, er
reynslan sýnir, að of seint er oft gripið til þess ráðs.
Það breytir engu í þessu máli, þó deilt sé um hvort
afbrigði séu algerlega ómóttækileg fyrir sýkina (im-
mun) eða ckki; þau afbrigði, sem verjast sýkinni þezt,
eru þau sein áherzlu ber að leggja á hér, ef þau hafa
einnig reynst vel að öðru leyti.
En í ár hefir kartöflusýkinnar orðið vart með vissu
frá Snæfellsnesi og austur í Skaftafellssýslur, svo hér
er mikil aivara á ferð, ekki sízt á slíkum vandræða-
tímum sem nú. Ég skoða það sem eitt af aðalviðfangs-
efnum garðyrkjustöðvarinnar á Laugarvatni, að sjá
um útvegun kartöfluútsæðis af góðum afbrigðum og
sunnanlands ræður það mjög dómi um gildi afbrigða,
hvernig þau standast sýkina. Hitt er jafnaugljóst, að
ókleift cr að útvega hverjum einum mikið útsæði;
mér finnst mest ríða á að geta hjálpað sem flestum,
þö að iítið komi í hvern stað, svo að þeir geti sjálfir
komið sér upp stol'ni af góðu kyni.
Hefi ég í því skyni byrjað á ræktun úrvalsútsæðis,
af bezlu afbrigðum, gætt mikillar náltvæmni við upp-
töku og valið úr liin iieztu grös til „fjölskyldu“-rækt-
unar (,,clan“). Verður uppskeru undan hverju grasi
haldið út af fyrir sig, settar niður sér og uppskeran
athuguð nákvæmlega. Og afkomendur beztu í’jöl-
skyldanna vitanlega settir á til framhaldsræktunar.
I þessu skyni athugaði ég um 2500 grös við upptöku
síðastl. haust og tók frá 50 beztu „fjölskyldurnar" til
framhalds- og úrvalsræktunar.
Eyrir utan hirðingu og aðra ræktun garðanna, var
unnið að undirbúningi landsins í garðyrkjustöðinni
fyrir næsta vor. Var nokkuð af því plægt og herfað
með dráttarvél, en mikið var stungið með skóflu, þar
sem plógur komst ekki vel að vegna hrísgróðurs og