Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 196
BÚNAÐARRIT
186
Bæjarós. Er Lónið ákaflega átuauðugt, og talsverð
veiði í því af silungi og kola. Um þetta leyti var það
inest smásilungur, svipaður og sá, sem veiddist í Horna-
firðinum. Kalla þeir hann haustbirting eða „spota“,
vegur hann um 200—300 gr., er feitur og margt af
honum kynþroska. í Víkurá, sem rennur austur í
Lónið gengur talsvert mikið af urriða á haustin, töldu
kunnugir að þar mætti veiða til klaks. Klakkofi hafði
verið reistur á Hvalsnesi, en engu klakið þar út. 1 Jök-
ulsá er stundum veitt, gengur silungur í hana inn í
svonefnda Fiskilæki og í Víðidalsá, sem rennur í Jölc-
ulsá mjög innarlega.
Úr Lóninu fór ég 31. ágúsl. Fór Jón í Volaseli með
mér að Þorgeirsstöðum, til að athuga þar klakhússtæði,
sem er í alla staði hið ákjósanlegasta.
Úr Hornafirðinum komst ég með mótorhát, er ætl-
aði til Seyðisfjarðar (þá Esja var stöðvuð, mér til stór
óhagræðis). Laugardaginn 4. sept. fór ég á hestum yfir
Fjarðarheiði. Var rok al' norðri með rigningu í byggð,
en hríðarveður á heiðinni. Á Egilsstöðum skoðaði ég
klakhúshygginguna, sem þar er langt komin. Hélt svo
daginn eftir út að Lagarfossi. Þar er verið að byggja
klakhús, einkum fyrir lax. Var ráðinn vanur laxveiði-
maður til að veiða til klaksins, en lítið var hann búinn
að veiða, enda í byrjun. Komst ég að Fossvöllum um
kvöldið.
Frá Fossvöllum fékk ég fylgd yfir Smjörvatnsheiði
að Bustarfelli í Vopnarfirði. Athugaði ég Hofsá, sein
má teljast allgóð laxá, þó hefir hún ekki góð uppeldis-
skilyrði, en mjög góða hrygningarstaði, fyrir framan
Bustarfell, og þó þannig, að mjög erfitt er að draga þar
á vegna stórgrýtis, og er nokkurn veginn víst að áin
væri laxlaus, ef þessir staðir hefðu ekki bjargað. Er
Methúsalem hóndi áhugamaður mikill um ræktun ár-
innar og hyggði eitt sinn klakkofa eftir tilsögn Þórð-
ar Flóventssonar, en lindin er langt frá bænum og ó-