Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 210
200
BÚNAÐARRIT
VII. c. Samanburður á nitrophoska (2) við venju-
legan (,,normal“) skammt af saltpétri, súperfosfati og
kaliáburði (3) og cinnig þá skammta af þessum á-
burðartegundum, sem samsvara nitrophoska-skammt-
inum að verðmætum efnum („equivalent“-skammtur)
(4-). Ennfremur voru í þessari tilraun reitir, sem eng-
an áburð fengu 3 fyrstu árin, en 2 siðustu árin fengu
þeir jafnmikið af forforsýru og kali eins og normal
reitirnir, en aldrei neitt köfnunarefni) (I).
Tilraun þessi hófst 1928. Hún er þríþætt (eða þó
fjórþætt) og 6 samreitir, 24 m2 hver, í hverjum þætti.
Nitrophoska er, eins og kunnugt er, tilbúinn áburð-
ur, sem fyrst kom á markaðinn fyrir fáum árum, og
hingað til lands koin það fyrst árið 1928. í nitrophoska
eru öll hin venjulegu verðmætu efni, þ. e. köfnunar-
efni (16,5%), fosforsýra (16,5%) og kalí 20,5%). í
hverjum 100 kg. þessa áburðar er þannig jafnmikið af
verðmætum efnum sem í ca. 106 kg. af þýzkum kalk-
saltpétri, 92 kg. af 18% súperfosfat og 55 kg. af 37%
kaliáburði. Af þessu leiðir, að það sparast ríflega %
l'Iutningskostnaðar, bæði á sjó og landi, og vinna við
áburðardreifingu að sama skapi, við það að nota nitro-
phoska, samanborið við hinar venjulegu einstöku á-
burðartegundir, og það er ekki lítill kostur þar, sem
flutningar allir eru svo langir og dýrir, sem hér eru
þeir. Hér við bætist, að hingað til hafa verðmætu efnin
verið öllu ódýrari í innkaupi í nitrophoska en í hinum
einstöku tegundum.
Árlegt meðaltal áburðarskammtanna hefir verið
þannig í kg. á lia.:
Áburður: Nr.: 1 2 3 4
Nitrophoska 344 )>
Þýzkur saltpétur „ 330 367
Súperfosfat 18% 125 275 321
Kaliáburður 40% . 104 „ .229 184