Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 222
BÚNAÐARRIT
212
plægja flagið, bera undir og Jtekja liafa fengizt að
samtöldu, á þessum 10 árum, ríflega 94 hestar af töðu,
þar sein kúamykjan var borin undir, en 109 hestar þar
sem síld (úr safnhaug) var borin undir. Því miður er
ekki hægt að segja um hversu mikið var af hreinni
síld í þeim undirburði. Tilbúinn áburður, sem ætla
niá að samsvari mykjuundirburDÍnum, þ. e. geri sama
gagn á óhreyfðu túni, kostar nú hátt á þriðja hundrað
krónur, og ég vil áætla vinnuna, sem í þetta fer kr.
320 á ha., en hvortveggja 600 krónur, og koma þá um
kr. 6,35 á hver 100 kg. í vaxtaraukanum, að ótöldum
vöxtum. Sé kostnaðurinn við sildarundirburðinn áætl-
aður hinn sami, þá koma þar um kr. 5,50 á hver 100
kg. vaxtarauka. Ef komist verður af með minni vinnu-
kostnað en hér er áætlað, þ. e. kr. 100 á dagsk, þá lækk-
ar vitanl. kostnaðurinn á hvern hestburð vaxtaraukans.
Það er vitanlega ineð öllu óvíst, hvort svipaður
árangur fengist al' svona tilraun annarsstaðar, en lík-
legt má telja, að hann verði meiri á lélegu túni en
góðu. Hér var eftirtekjan af óhreyfðu beðunum fyrsta
árið 59 liestar af ha.
Fyrstu árin gaf síldarundirburðurinn meiri vaxtar-
auka, en áhrif hans hafa ekki orðið ein's endingargóð.
Þó er það augljóst, að enn er töluvert eftir af áhrifum
undirburðarins, en nú verður að líkindum ekki hægt
að fylgjast með þeim lengur.
Mér þykir rélt að geta þess til fróðleiks, að árið
1929 var eftirtekja af ólireyfðuin reitum 130 hestar af
ha„ mykjureitum 139 heslar af ha. og síldarreitum 137
hestar af ha, eða því sem næst.
II b. Sláttutímatilraun.
Við öflun heyjanna leggja menn aðaláherzluna á,
að fá sem mest heymagn, eða ineta að minnsta kosti
heyfenginn eftir magni — hestatali —, en hinu er
minni gaumur gefinn, hvei'l fóðurgildi heyjanna er,