Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 225
B Ú N A Ð A R R I T
215
Tilraunin bendir þá helzt til þess, sem reyndar er
eðlilegt, að bezt sé að slá túnin, þegar þau eru i full-
um l)lóma, og með því að byrja að slá þar í túninu,
sem fyrst sprettur, og svo hvað af hverju, þá má láta
sláttinn fylgjast nokkurnveginn með blómguninni all-
an túnasláttinn.
IX b. Samanburður yrasfræblandana.
Með sáðsléttunaraðferðinni geta menn haft það á
valdi sínu, að velja í fræblöndun til sáningar, þær fóð-
urtegundir, sem líklegastar þykja til að gefa mesta
eftirtekju, eða reynsla hefir sýnt að eru bæði afurða-
miklar og langvarandi i sáðsléttunni. En þetta tvennt
fer ekki ætið saman. Sumar tegundir gefa mikla eftir-
tekju fyrstu árin, en ganga fljótt úr sér og hverfa jafn-
vel með öllu, eftir nokkur ár. Um aðrar má segja, að
þær séu lengi að þróast í sáðtúninu, gefa lítið fyrstu
árin, en vinna á, er fram í sækir og fylla skörðin, þegar
hinar fyrrnefndu hverfa. Gott er að hafa hvorutveggja
þessara tegunda í fræblöndun, sáðsléttan gefur þá
fljótt mikið af sér, heldur sér vel og fer jafnvel batn-
andi, ef heppilega er i hóf stillt um tegundavalið. Til
þess að fá, þó elcki væri nema nokkrar undirstöðu-
bendingar, er síðar mætti byggja betur ofan á, var
1924 sáð í Gróðrarstöðinni 8 ólíkur grasfræblöndun-
um, aðallega af útlendu fræi, í fjórfalda samanburðar-
tilraun í 20 m2 reiti, og ári síðar var bætt þar við 4
fræblöndunum af íslenzku fræi, ræktuðu cða söfnuðu
i Gróðrarstöðinni og í Danmörku (og j)ó af íslenzkum
stofni), og er sýnt á bls. 203 í 39. árg. Búnaðarritsins
og á bls. 351 í 40. árg. hvernig þessar l'ræblandanir eru
samansettar að tegundum og á bls. 83 í 41. árg. eru
þær „feðraðar“, þ. e. liver hafi ákveðið hverja fræ-
blöndun. Þar er Árna G. Eylands ráðunaut eignuð
blöndun nr. 4, en hann heíir nú tjáð mér, að þar sé
aðeins um að ræða fræblöndun sem Búnaðarfélagið