Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 229
BÚNAÐARRIT
219
í töfíu XV er sýnd eftirtekja hverrar tegundar og
hvers sáðmagns, svo og vaxtarauki með vaxandi sáð-
magni og nieðaltal allra tegunda fyrir hvert sáð-
magn.
Taflan skýrir sig sjálf i aðalatriðuin og skal aðeins
leidd athyggli að því, að hinar reyndu tegundir hafa
svarað sáðmagnsviðbótinni nokkuð misjafnt, en þar
sem hér er aðeins um eins árs tilraun að ræða, má
ekki mikið upp úr þessu leggja. Lítið sáðmagn gefur,
sem. vænta mátti, gróft strá og breið blöð, en þegar
sáðmagnið er aukið verður hvorttveggja veimiltítu-
legra, og hætt við legu og rotnun við rótina, einkum
í rigningatíð.
Venjulegt sáðmagn af höfriun er 250 kg. í ha.
Fóðurrófur.
Árlega hafa verið gerðar tilraunir í Gróðrarstöðinni
með nokkrar tegundir af fóðurrófum, en þó hafa þær
tilraunir verið færðar nokkuð saman síðustu árin, m.
a. vegna þess, að erfitt hefir verið að selja fóðurróf-
urnar, og líka sökum þess að fóðurrófnarækt er hér
ekkert stunduð, og lítið útlit fyrir að það verði gert
að nokkru ráði í náinni framtíð. Fóðurrófur geta að
vísu gefið hcr ágæta eftirtekju, ef vel er til þeirra gert,
en þær eru vinnufrekari en svo, að líklegt sé að marg-
ir finni sig færa til að rækta þær að ráði, með þeim
takmarkaða vinnukrafti, sem nú er orðinn i sveitum
landsins. Einnig vantar menn geymslu fyrir fóður-
rófurnar, og eru óvanir notkun þeirra. Með votheys-
gerð og ræktun grænfóðurhafra og e. t. v. með rækt-
un fóðurmergkáls, verður kostur á að fóðra töluvert
með safamiklu, auðmeltu fóðri, og þá er minni nauð-
syn á fóðurrófnarækt. Þrátt fyrir þetta geta þeir sem
vilja, stundað fóðurrófnarækt, og beitt við hana yfir-
leitt sömu ræktunaraðferðum sem gulrófur.