Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 234
224
BÚNAÐARRIT
flokka, því að réttast þótti að láta mismun í fóðri koma
fram þegar á fyrsta vetri. Þessi flokkaskipting á svo
að haldast meðan tilraunirnar standa yfir. Einn af
þessum flokkum (I. fl.) fékk eingöngu hey, og á flest-
um tilraunastöðvunum ekki meira en svo, að gemling-
arnir héldust við hvað þyngd snertir. Hinir flokkarnir,
II. og III., fengu jafnmikið hey og I. flokkur, en auk
þess kjarnfóður og fékk III. flokkur meira al' því en
II. flokkur. Þessu var haldið áfram, þangað til fé var
sleppt, og höfðu þá kjarnfóðurflokkarnir þyngst tölu-
vert, einkum III. flokkur. — í fyrravetur var flokka-
skipting sú, sem áður var getið, látin haldast, og flokk-
unum mismunað í fóðri á svipaðan hátt og veturinn
1930—1931. Báða veturna var tilraunafénu beitt, eins
og veðrátta og staðhættir á hinum ýmsu tilraunastöð-
um leyfðu. í vor (1932) voru tilraunaærnar þá orðnar
tveggja ára og áttu þá lömh i fyrsta sinni. Á Hrafn-
kelsstöðum sá tilraunavörður sér ekki fært að vega
lömh tilraunaánna nýborin, en á hinuin stöðunum náð-
ist til að vigta þau langflest. I haust verða þau að
sjálfsögðu öll vegin, sem af fjalli koma, einnig á Hrafn-
kelsstöðum.
í haust verður því aðeins fengin eins árs reynsla,
og leyfi ég mér því að fara fram á, að þessum tilraun-
um verði haldið áfram áriii 1933 og 1934, á áðurnefnd-
um tilraunastöðum. Ef kjarnfóðrunin virðist einhver
áhril' hafa á vænleik dilkanna, tel ég rétt að halda til-
ráununum áfram í enn fleiri ár.
Þá vil ég geta þess, að mér hafa borizt fyrirspurnir
um það, hvað heygjöf sauðfjár megi vera minnst í
innistöðu, ef nóg kjarnfóður er fyrir hendi. Vil ég því
leggja lil að þetta atriði verði tekið til athugunar hér
á Hvanneyri í vetur, auk þeirra sauðfjártilrauna, sem
áður er getið.