Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 267
B U X A 1) A R R 1 T
257
Jnargt er það íleira, sem geía þart' gætur, og oft sitt
atriðið á hverjum stað, eftir því, hvernig hagar til.
Árið 1931 byrjaði ég ferðalög 4. maí. Hafði áður
um vorið farið einungis stuttar ferðir. Var ég á Suð-
urlandsundirlendinu, i Árnessýslu og Rangárvalla-
sýslu, mest á Rangárvöllum, þar lil 4. júlí. Ákveðið
var að girða á tveim stöðum, önnur girðingin var í
Kaldárholti i Holtahreppi, þar var gömul girðing, sem
þurí'ti að stækka og hreyta. Pað var gert á þann hátt
að girt var að Þjórsá á tvéim stöðum og girt stórt
svæði frá Akhraut og einnig nokkur skák frá Saurbæ.
Með þessum hreytingum var girl það sandsvæði, sem
áður lá að Kaldárholtsgirðingunni og skemmdi sand-
græðsluna þar, og einnig það land sem Iá að sand-
fokssvæðinu, liæði frá Saurbæ og Akbraut.
Hin girðingin, sem girt var 1931 var norður í Öxar-
firði, það var hin svo nefnda Syðrigirðing á löndum
Skóga, Ærlækjarsels, Hróarstaða og Altursels. Þangað
norður fór ég með „Esju“ 4. júlí, austur um land á
Kópasker. Báðar þessar girðingar eru lil samans um
20 km. að lengd.
Sá, sem hefir annast um sandgræðsluna í Öxarfirði
2 síðustu ár er búfræðingur Erlingur Jóhannsson á
Arnanesi i Kelduhverfi. Kom hann suður á Rangár-
A’elli 1930 og dvaldi þar í þrjá mánuði, til þcss að
kynnast sandgræðslunni. Hann er inaður mjög athug-
ull og hinn ábyggilegasti í öllu.
Eftir að ég hafði lokið erindum i Öxarfirði fór ég
um sandfokssvæði i Ivelduhverfi og þaðan norður um
Tjörnes, því að bóndinn í Breiðuvílc á Tjörnesi, Bene-
dikt Benediktsson, hal'ði óskað éftir að uppblástur
væri skoðaður á jörð hans. Sandfok er þar ekki mikið,
en moldarhlástur talsverður. Aðstaða er örðug, jörðin
er afskekkt, landið óslétt og efni nálega ekkert, sem að
gagni gat komið, til að stöðva upphlásturinn.
Annar maður hjó á Hcllnaseli í Aðaldal, sern ég
17