Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 268
BÚ NAÐARRIT
258
átti að heimsækja, þangað för ég næsta dag. Sá bær
er austan megin Skjálfandafljóts og eru slægjur upp
frá fljótinu, bakkarnir eru þar sumstaðar sendnir og
sandfok er þar ofur iílið. Engjarnar eru blautar. Bær-
inn stendur í hraunbrún og er svo lítill túnblettur þar
græddur í hraunjaðrinum, en land er ekkert heima
til ræktunar. Fyrir oi'an hraunröndina er örfoka mel-
ur, sem bóiidi var byrjaður á að rækta. Bóndinn er
gamall og slitinn, elju og atorku maður og fannst mér
hann og börn hans svo rótföst á hýli þessu, þó að það
sé fátæklegt og kostasnautt, að mér fannst leiðinlegt
að ekki yrði eitthvað gert, lil þess að reyna að hjálpa
honum í baráttunni. Hann er og hefir verið leiguliði.
Á jörðum þessum finnst mér ekki geta verið um
sandgræðslu að ræða, heldur væri það að veita bænd-
unum styrk á annan hátt, eftir tillögum trúnaðar-
manns.
Með þeirri fjárveitingu, sem nú er til sandgræðslu,
er ekki hægt að styrkja einstaka menn, heldur verður
að verja því i'é, sem til sandgræðslunnar er ætlað, til
þess að halda áfram með græðslu á þeim stöðum, sem
búið er að girða og byrjað er á að græða. Auk þess er
næst að reyna að verja býli, sem liggja undir eyðilegg-
ingu af sandfoki, en eru í frjósömum og þétt byggð-
um héruðum. Sandgræðslulögin gera líka ráð fyrir að
fénu sé varið til þess, en ekki í smá styrki.
Til Reykjavíkur kom ég úr þessari ferð 18. júlí.
Eftir það l'ór ég að Strönd i Selvogi. í ágústmánuði
var ég mest á Rangárvöllum og i Landsveit. í flest-
um sandgræðslugirðingunum var eitthvað heyjað, en
mest var það á Stóru-Völlum og í Gunnarsholti, enda
var ég þar ol'tast.
Fyrst í september var farið að safna melfræi. Menn
voru sendir til þess á þá staði, sem mest er af mel-
grasi, l. d. Eyrarbakka, Reyki á Skeiðum, Kaldárholt,