Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 296
B Ú N A Ð A R R I T
280
2. Flutningur garðyrkjutilrauna að Laugavatni:
Síðasta Búnaðarþing skildi við málefni garðræktar-
starfsemi félagsins, án formlegrar afgreiðslu (sbr.
»Frá Búnaðarþingi 1931«, bls. 11), en ekkert liggur
fyrir, er bendi til þess, að vilji þess þings hafi verið
að fella þá starfsemi niður, enda gat slíkt ekki komið
til mála. Hinsvegar er það kunnugt, að garðyrkju-
tilraunir geta enga framtíð átt í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík. Þess vegna taldi stjórnin nauðsyn til bera,
að tryggja þeim annan samastað, og hún lítur svo á
að þetta hafi vel tekist, með þeim samningum, er
stjórnin hefir gert við skólanefnd Laugavatns-skólans,
og með þeim er tryggð aðstaða til garðyrkjutilrauna á
heitu og köldu landi, með litlum kostnaði fyrir fé-
lagið, og í náinni samvinnu við fjölsóttan unglingaskóla.
3. Fjárveiting til Ingólfs G. S. Esphólín, til þess að
hann geti haldið áfram tilraunum sínum til að gera
skyr að útflutningsvöru er veitt samkvæmt eindregn-
um skriflegum meðmælum, er hann hafði fengið hjá
ÍO Búnaðarþings-fulltrúum, þeim er nú sitja á
Búnaðarþingi, þar á meðal innanþings-endurskoð-
anda. Einnig lagði Esphólín fram meðmæli frá stjórn
Mjólkurbandalags Suðurlands. Þessi skriflegu gögn
eru til sýnis á skrifstofu félagsins.
Af þeim kr. 6000,00 er stjórnin hefir heitið Esphó-
lín í áðurnefndu augnamiði, voru greiddar kr. 4000,00
fyrir áramót, en kr. 2000,00 eru enn ógreiddar.
4. Á það verður að fallast, að óþarflega miklu fé sé eytt
í vindlakaup, og er þess að vænta, að hlutaðeigendur
gæti þess eftirleiðis að halda þeim útgjöldum innan
hæfilegra takmarka.
5. Með athugasemdinni um greiðslu símareikninga gefur
endurskoðunin í skyn, að þar sé um einhverjar mis-
fellur að ræða, og verður þá að vænta þess, að
þessi athugasemd verði rökstudd með dæmum, því
að hér getur tæplega verið um að ræða þær 2 kr.,