Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 313
B Ú N A Ð A R R I T
303
á yfirstandandi ári, og hefir hugsað sér að fá hann
til að standa fyrir þeim, þá sér Búnaðarþingið ekki
ástæðu til að Búnaðarfélag Islands ráði hann sem
' fastan starfsmann að svo komnu máli, en vill mæla
hið bezta með því að stjórn Búnaðarfélags íslands
hlutist til um að ríkisstjórnin sjái honum fyrir næg-
um verkefnum einnig á árinu 1934. Ennfremur að
stjórn Búnaðarfélags Islands feli honum störf í hans
sérgrein, ef það þarf að kaupa slíka aukavinnu*.
»Búnaðarþingið samþykkir að fela stjórn Bún-
aðarfélags Islands að rannsaka og gera tillögur
fyrir næsta Búnaðarþing um réttlátan grundvöll
fyrir skiptingu á starfsfé sambandanna frá Búnaðar-
félagi Islands og sé tillit tekið til félagatölu sam-
bandanna, fjárframlags félagsmanna og viðkomandi
sýslufélaga, og annars er máli þætti skipta í þessu
sambandi«.
Stjórnin leggi þessar tillögur sínar fyrir næsta Bún-
aðarþing.
Afgreiðsla málanna nr. 3, 4, 5, 6, 7, 10, 21, 27, 30,
31, 32, 42, 45, 46, 47, 55, 57, 65 og 67 kemur beint
eða óbeint niður á fjárhagsáætlanir áranna 1933 og 1934,
eins og þær sjálfar og eftirfarandi greinargerð fyrir efni
þeirra og afgreiðslu ber með sér, og því eru þau tekin
saman í flokk sér — í sambandi við áætlanirnar, þótt þau
séu óskyld að efni og sum undirbúin af ýmsum öðrum
nefndum, til fjárhagsnefndarinnar.
3. Mál nr. 3.
Skýrsla frá Kvenfélagasambandi Islands um störf þess
2 undanfarin ár og umsókn um 3000 króna styrk hvort
árið 1933 og 1934, þskj. 36.
Máli þessu var vísað til fjárhagsnefndar og vísast til
Sjaldliðs 23 í fjárhagsáætlun og þar að lútandi greinar-