Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 323
B Ú N A Ð A R R I T
31S
mæli Búnaðarfél. íslands um það, að rekið verði fyrir-
myndarbú, samkv. lögum nr. 54, 8. sept. 1931, á jörð-
inni Hriflu, sem Ljósavatnshreppi hefir verið gefin í því
skyni (Mál nr. 30, þskj. 108) — og erindi sama um að
Búnaðarþing veiti allt að 2000 kr. árlegan styrk til
reksturs fyrirmyndarbús á Hriflu (mál nr. 31, þskj. 100).
Með máli nr. 30 var lagður fram, sem þskj. 148,
bæklingur ]ónasar Jónssonar frá Hriflu: >Kennslubú«.
Málum þessum var vísað til búfjárræktarnefndar og
hafði Jón H. Þorbergsson orð fyrir nefndinni um álit
hennar og tillögur, á þskj. 220, sem hér fer á eftir,
með þeim breytingum, sem fram komu undir umræð-
unum (þskj. 226, 227 og 229) og samþ. voru að þeim
loknum. Breytingatillögurnar eru auðkenndar með
skáletri.
Tillögur
um skilyrði fyrir styrk til kennslubúa (grundvallaratriði):
1. Jörð sú, sem kennslubúið er rekið á, sé sæmilega
hýst, vel ræktuð og möguleikar til ræktunarumbóta,
Bústofn sé a. m. k. svo stór, sem tíðkast á meðal
jörð og vel til hans vandað.
2. A kennslubúum skal halda búreikninga, greinilegar
skýrslur um fóður og afurðir búpenings, kostnað við
hinar ýmsu jarðabætur og árangur þeirra, allt eftir
fyrirmyndum er Búnaðarfélag íslands setur.
3. Hvert kennslubú skal geta tekið 2 — 3 nemendur, er
dvelja þar árlangt og eiga kost á að taka þátt í öll-
um venjulegum bústörfum, svo sem jarðyrkjustörfum
og hirðingu búfjár, svo þeir geti búið sig undir að
verða sem færastir að verklegri kunnáttu í sem
flestu, er að búnaði lýtur og verkstjórn. Skylt skal
að veita þeim nokkra bóklega fræðslu í þeim grein-
um, er þeir vinna að. Nánari reglur um námið setur
Búnaðarfélag Islands.
4. Búnaðarfélag íslands veitir búum þessum árlegan