Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 333
B Ú N A Ð A R R I T
323
veggina. Þessu telur nefndin að bezt yrði fyrir komið í
samband við þau hús, sem verið er að byggja, og telur,
að beinast liggi við að Búnaðarbankinn hafi þar hönd í
bagga með, og styrki það á einhvern hátt, undir hand-
leiðslu byggingarmeistara síns, er yfirumsjón hefir með
byggingunum.
Fyrri liður tillegunnar var samþ. með 12, en hinn
síðari með 13 samhlj. atkv.
[Þar eð upphæðin, sem tillagan gerir ráð fyrir, er ehki tekin
upp í fjárhagsáætlun, er sennilega ætlast til að hún sé greidd af
óvissum útgjöldum, ef til greiðslu kemur].
17. Mál nr. 65.
Erindi Asgeirs L. Jónssonar, vatnsvirkjafræðings, um
fast starf í þjónustu Búnaðarfél. íslands, þskj. 269, ásamt
umsögn og meðmælum Pálma Einarssonar, er leggur
til að starfsfé jarðabóta-ráðunauts verði ákveðið 1933
kr. 15000,00 og 1934 kr. 18000,00, »og að því tilskyldu
að Ásgeir L. Jónsson sé ráðinn sem fastur starfsmaður
þessi tvö ár (þskj. 273 a).
Fjárhagsnefnd fékk málið til meðferðar og afgreiðsla
þess felst í tillögum nefndarinnar, þeim, er fylgja greinar-
gerð hennar með fjárhagsáætlunum (sjá bls. 302).
18. Má! m. 67.
Erindi Ingólfs G. S. Esphólín — ásamt fylgiskjölum
— um tilraunir hans með frystingu á skyri til útflutn-
>ngs, og beiðni um viðbótarstyrk frá Búnaðarfél. íslands
upp í 8000 kr. til nefndra tilrauna, og ósk um meðmæli
Búnaðarþings um styrk úr ríkissjóði (þskj. 287—289).
Búfjárræktarnefnd fékk málið til athugunar og bar
Jón H. Þorbergsson fram tillögu hennar, á þskj. 320:
»Búnaðarþingið skorar eindregið á ríkisstjórnina
að greiða Ingólfi Esphólín >/4 alls stofnkostnaðar
við frystistöð þá, sem hann nú er að koma á fót«.