Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 341
BÚNAÐARRIT
331
staðar sé lánsheimild fyrir hreppabúnaðarfélög landsins
í Búnaðarbankanum eða öðrum lánsstofnunum, til inn-
lausnar áburðinum, er hann kemur.
c. Tillögur á þskj. 134, frá Pálma Einarssyni, sem hér segir :
>Búnaðarþing Ieggur fyrir búnaðarsambönd landsins:
1. Að beita áhrifum sínum til þess, að komið verði upp
góðum áburðargeymslum, sérstaklega safnforum, á
öllum þeim býlum á sambandssvæðunum, er enga
eða lélega áburðargeymslu hafa.
2. Að lögð sé sérstök áherzla á það, í leiðbeiningastarf-
semi sambandanna, að hvetja til betri geymslu og hag-
nýtingar á þeim áburðarefnum, er til falla á heimilunum.
3. Að beita sér fyrir því, að hreppsfélögin styðji bú-
endur í þessu, með útvegun hagkvæmra lána til efnis-
kaupa, til bygginga á áburðargeymslum.
4. Að hlutast til um að hreppabúnaðarfélögin styðji
samvinnu búenda um þetta, á þann hátt að framkvæmd-
irnar verði sem ódýrastar, en gefi sem fyllsta tryggingu
gegn tjóni því, er af vangeymslu áburðarins leiðir*.
Tillögur nefndarinnar voru samþ. með 12 og 13 samhlj.
atkv., svo og tillögurnar á þskj. 134, með þeirri viðbót,
sem fram kemur í tillögum jarðræktarnefndar, bls. 329.
21. Mál nr. 9, 12 og M.
M á 1 n r. 9:
a. Tillaga bændafundar á Egilsstöðum á Völlum 30. jan.
1933, um samyrkju (þskj. 57).
Fundarsamþykktin hljóðar svo:
»Fundurinn lítur svo á, að samyrkja í stórum stíl,
þar sem stórar landspildur, vel fallnar til ræktunar
og eru vel í sveit settar, séu líklegri til að gefa góðan
árangur heldur en ræktun á hverju einstöka býli,
hvernig sem til hagar. ]afnframt álítur fundurinn
að það fyrirkomulag geti í framtíðinni orðið undir-