Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 343
BÚNAÐARRIT
333
Áhöfn er áætluð: 3 kýr, 2 hestar, 1 — 2 svín, 50
hæns og gæsir.
Brúttó tekjur, umfram þær búsafurðir sem heim-
ilið notar, kr. 3600,00.
Reksturskostnaður kr. 2600,00—2800,00, að með-
töldum rentum og afborgunum. — Tekjuafgangur
kr. 800,00—1000,00.
Mál nr. 14:
c. Eftirfarandi erindi (þskj. 69) um stofnun 60 nýbýla
í Reykjahverfi:
Það hefir lengi verið skoðun fróðra manna, að
hverirnir í Reykjahverfi væru fágætur fjársjóður fyrir
umhverfið, ef vatn væri leiít þaðan til almennings-
nota: upphitunar, ræktunar og iðnaðar.
Hinn 28. apríl 1932 ritaði sýslumaðurinn í Þing-
eyjarsýslu erindi til Alþingis, þar sem hann fór þess
á leit, að veitt yrði fé til rannsóknar á því, hvað
kosta myndi að koma upp hitaveitu frá hverunum
til Húsavíkur-kauptúns, sem er h. u. b. í 18 km
fjarlægð. (Jt af erindi þessu hefir ekkert komið.
Dagana 9. og 10. des. sl. voru almennir fundir
haldnir í Húsavík um þetta málefni. Þar flutti Svein-
björn )ónsson byggingameistari fyrirlestur um hita-
veitu um Reykjahrepp til Húsavíkur, og bráðabrigða-
áætlun um kostnað við fyrirtækið og rekstur þess.
Ennfremur flutti Olafur )ónsson, framkvæmdastjóri
Ræktunarfél. Norðurlands, fyrirlestra um stofnun 60
nýbýla í Reykjahreppi, í sambandi við veituna, og
um ýms fleiri not hennar.
Kusu fundirnir undirritaða í nefnd, til þess að
vinna að því, að rannsökuð verði ítarlega skilyrði
fyrir þvílíkri hitaveitu, frá hverunum í Reykjahverfi,
gerð áætlun um kostnað við framkvæmd, svo og
arðvænleik.