Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 344
334
BÚNAÐARRIT
Nú lítum vér svo á, að hér sé um merkilegt mál
að ræða, er ekki að eins snerti þá, sem nú byggja
það svæði, er umrædd hitaveita næði til, heldur og
alþjóð, því komi þáð í ljós, að hitaveitan sé arðvæn-
leg, þá eru þarna mjög fágæt lífsskilyrði fyrir miklu
fleira fólk.
Leyfum vér oss hérmeð að fara þess á leit við
hina háttvirtu stjórn Búnaðarfélags Islands að hún
veiti oss lið í máli þessu og þá með því:
1. Að láta jarðræktar-ráðunaut Búnaðarfélagsins á næsta
sumri rannsaka skilyrði fyrir nýbýlastofnun í sam-
bandi við umrædda hitaveitu og gera áætlanir og
tillögur um nýbýlin.
2. Að mæla með og styðja að því, að atvinnumála-
ráðuneytið verði við ósk vorri um, að láta á ríkisins
kostnað verkfræðing gera, næsta sumar, nauðsynlegar
áætianir um hitaveitufyrirtækið í heild. En atvinnu-
málaráðuneytinu skrifum vér erindi þessa efnis nú
samstundis. Virðingarf.
Sigurður S. Bjarldind, Einar J. Reynis, Jút. Uavsteen,
Baldvin Friðlaugsson, Jón H. Þorbergsson.
Jarðræktarnefnd tók þessi mál sameiginlega til með-
ferðar. Olafur Jónsson hafði framsögu um eftirfarandi
tillögur og greinargerð nefndarinnar, á þskj. 257:
T i 11 ö g u r:
»Búnaðarþingið samþykkir að fela stjórn Ðúnaðar-
félags íslands og starfsmönnum þess:
1. Að safna gögnum um stofnun nýbýla í landinu,
stærð þeirra, aldur, áhöfn, ræktað land o. s. frv.
Ennfremur að afla upplýsinga um þá staði á land-
inu, er sérstaklega hagkvæm skilyrði hafa til sam-
yrkju, eða nýs landnáms í einhverri mynd, og skora
á stjórnir sambandanna að veita Búnaðarfélaginu
alla þá aðstoð, er þau geta í té látið, við söfnun
þessara gagna.