Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 347
BUNAÐARRIT
337
stök byggðarlög hafa í þessum efnum. Þessum gögnum
telur nefndin að fyrst beri að safna, og síðan byggja á
þeim, með hliðsjón af erlendri löggjöf og reynzlu, heil-
steypta nýbýlalöggjöf, og þá fyrst sésá grundvöllur fenginn,
er nýtt landnám verði að byggjast á. Það sem þetta
Búnaðarþing getur gert og á að gera, er að beina ný-
býlamálinu inn á þá braut, að líkur séu til að þessi
undirstaða fáist.
Viðvíkjandi máli nr. 14 vill nefndin sérstaklega taka
það fram, að þar er nýbýlahugmyndin einn þáttur í fyrir-
læki, sem fyrst og fremst hefir það takmark, að gera
hverahita hagnýtan fyrir eitt af stærstu og þroskavæn-
legustu kauptúnum landsins. Eftir því sem nefndinni er
kunnngt, þá er aðstaðan í Reykjahverfi mjög hagstæð,
bæði hvað hitaveitu og nýtt landnám áhrærir, en hitt er
líka augljóst, að framtíð landnámsins á þessum stað,
styðst að verulegu leyti við, að hitaveitan sé fram-
kvæmanleg.
Nefndin lítur svo á, að það, sem fyrst og fremst ber
að gera á þessum stað, sé að rannsaka möguleikana til
hitaveitu og með tilliti til þess, er nefndin hefir fengið
upplýst, að þarna er um gnægð af heitu vatni að ræða
og aðstaða til að leiða vatnið sérlega hagstæð, þá telur
hún rétt, að Búnaðarþingið mæli eindregið með því, að
þessi rannsókn sé framkvæmd á kostnað ríkisins, og þar
sem það getur verið þessu máli stuðningur, að aðstaða
til nýbýla og ræktunar sé athuguð á þessum stað, vill
nefndin mæla með því, að Búnaðarfélagið láti jarðrækt-
arráðunaut sinn framkvæma þessa bráðabirgðaathugun,
ef hægt er að koma því við án verulegs kostnaðar, en
nákvæmari mælingar og skipulagning, sem kostar mik-
inn tíma og fé, sé slegið á frest, þar til hitaveituspurs-
málið sjálft hefir verið fyllilega rannsakað.
Tillögurnar voru samþykktar með 14 samhljóða
atkvæðum.
22