Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 352
342
BÚNAÐARRIT
urðssyni og Pálma Einarssyni á þskj. 259, frá Árna G.
Eylands, á þskj. 261 og frá Metúsalem Stefánssyni, á
þskj. 262, en voru allar feldar. Nefndin tók og sína
upphaflegu tillögu aftur, en bar fram aðra tillögu, á þskj.
255, og var hún samþykkt með 9 : 2 atkv., þannig:
>Búnaðarþingið telur rétt, að þeir einstakir menn,
er óska að fá jarðabótastyrk sinn greiddan öðru-
vísi en gegnum sitt eigið búnaðarfélag, skuli, til
þess að geta fengið hann greiddan, hafa fengið yfir-
lýsingu frá formanni viðkomandi búnaðarfélags inn-
an 1. desember, um að hann hafi eigi kröfu á
styrkinn, vegna viðskifta styrkþega við félagið*.
Greinargerð með upphaflegri tillögu nefndarinnar þykir
ekki ástæðu til að birta, en í henni felast þau rök, fyrir
framanskráðri tillögu, að jarðabótamennirnir kunni að
standa í skuld við sitt búnaðarfélag vegna árstillags, eða
fyrir jarðabótavinnu, sem félagið hefir gengist fyrir, eink-
anlega þau félög, sem keypt hafa dráttarvélar.
Framsögu hafði Magnús Þorláksson.
24. Mál nr. 24.
Um útgáfu jarðræktarfvædi.
a. Frá Guðmyndi Jónssyni kennara á Hvanneyri, þskj.
95 og 96,
b. Frá Vigfúsi Helgasyni, kennara áHólum, þskj. 97 og
c. Frá Árna G. Eylands ráðunaut, þskj. 98,
og eru þetta svör við bréfi, er Metúsalem búnaðarmála-
stjóri Stefánsson ritaði þeim og fleirum í desember 1932
út af tillögu aukabúnaðarþings 1932, (tölul. 25, mál nr.
12) um útgáfu jarðræktarfræði.
Erindi Guðmundar fylgdi nákvæmlega sundurliðað
efnisyfirlit yfir væntanlega jarðræktarfræði, er sé alls um
60 arkir, (þskj. 96).
Framsögumaður nefndarinnar í þessu máli, Olafur