Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 354
B Ú N A i) A R R 1 T
344
stíl o. s. frv., svo eigi verði of áberandi að margir
höfundar hafi staðið að útgáfunni.
Það sem fyrst ber að athuga, þegar um verk sem
þetta er að ræða, er hve stórt verkið eigi að vera, og
má þá leggja tvennskonar sjónarmið til grundvallar.
I fyrsta lagi að verkið innihaldi ekki einungis hagnýt
jarðræktarfræðileg efni, heldur einnig all-ítarlegt yfirlit
yfir flest undirstöðuatriði jarðræktarfræðinnar. I öðru lagf
að miða form og innihald bókarinnar að eins við hina
hagnýtu jarðrækt, með stuttum skýringum á grundvallar-
atriðunum, þar sem nauðsyn krefur. Á þennan hátt getur
bókin orðið handhæg bók fyrir allan almenning, en auk
þess fyllilega nothæf bók við kennslu í hagnýtri jarð-
ræktarfræði við bændaskólana, þar sem undirstöðuatriðin
eru kennd sem sérstakar námsgreinar. Að gefa út mjög
umfangsmikla jarðræktarfræði er dýrt og óhagkvæmt,.
þegar tillit er tekið til þess, hve mörg svið jarðræktar-
innar eru lítt rannsökuð og má því búast við að tiltölu-
lega fljótt þurfi að gera ráð fyrir nýrri og endurbættri
útgáfu.
Hvað undirbúning og ritstjórn bókarinnar áhrærir
þá telur nefndin heppilegast að fela stjórn Búnaðarfél.
íslands og ráðunautum félagsins í ræktunarmálum að
annast hana og er eðlilegast að þessir ráðunautar fé-
lagsins semji aðalkafla bókarinnar, ráði efni og annist
um ritstjórn hennar, og geti þeir þá, ásamt stjórn Bún-
aðarfélags Islands, samið við aðra fagmenn í ræktunar-
málum um samningu einstakra kafla í bókinni, eftir þvf
sem ástæða þykir til, og tekið bendingar þeirra og til-
lögur til greina, eftir því sem við á.
Eigi verkið að vera vel af hendi leyst, verður allt
úrskurðarvald að liggja í höndum ritnefndarinnar, og
telur nefndin sjálfsagt að þetta vald sé í höndum Bún-
aðarfélagsins að öllu leyti, en eigi annara stofnana, er
eigi leggja neitt fé af mörkum til útgáfuunar.
Þá er nefndin því algerlega mótfallin, að ritið sé gefið