Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 358
348
B Ú N A Ð A R R I T
um sauðfjár, er njóta hámarksslyrks samkvæmt lög-
um þessum, skuli skylt að hafa minnst 120 ær og
að þeir, sem standa fyrir búum þessum, hafi aflað
sér meiri þekkingará sauðfjárrækt en almennt gerist*.
Greinargerð:
»Nefndin lítur svo á, að styrkveiting til sauðfjárræktar-
búa verði að vera miðuð við tölu fjárins. Samkvæmt
lögunum er styrkur til hvers bús kr. 1200,00 á ári, en
eftir tillögum nefndarinnar verður styrkurinn 10 kr. fyrir
hverja á. Það eina bú, sem tekið er til starfa samkv. lögun-
um, Þórustaðabúið, hefir hlotið styrk, er nemur yfir 20 kr. fyr-
ir hverja á á búinu. Styrkurinn til gömlu búanna er um 15 kr.
Nefndinni virðist það mjög fjarri lagi, að við styrk-
veitingar samkv. lögunum gildi ekki ákvæði, er geri
styrkþegum jafnt undir höfði.
Þá verður að telja víst, að meiri líkur séu fyrir því,
að búin geri gagn, ef lágmarkstala ánna er 120 í stað-
inn fyrir 50.
Ennfremur telur nefndin það sjálfsagt, að þeir bændur,
sem vilja reka búin og njóta styrksins, afli sér meiri
þekkingar um sauðfjárrækt en almennt gerist, svo að
tryggara sé að starfsemi búanna verði til gagns.«
Forskotið »hámarks« er sett inn eftir breytingartillögu
frá forseta og þannig breytt var tillagan samþ. með 10
samhljóða atkv., en feld með 7 : 5 breytingartillaga Olafs
Jónssonar, á þskj. 246, að niðurlag tillögunnar orðist svo:
»skuli skylt að keppa að því að fjölga kynbótaánum
upp í minnst 120 ær. Fresturinn til þessa fari eftir
aðstöðu búanna og hve langt þau eru á veg komin
með hreinræktun stofnsins, en sé þó aldrei lengri
en 5 ár«.
Út af erindi form. B. S. B. um leiðbeiningar sauð-
fjárræktarráðunauts var samþ. með 9 : 1 atkv. svohljóð-
andi tillaga nefndarinnar, á þskj. 171.